Niðurstaða málamiðlana

Stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér frumvörpum til forsætisráðherra sem kveða ...
Stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér frumvörpum til forsætisráðherra sem kveða á um breytingar á stjórnarskránni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga að nýjum ákvæðum í stjórnarskrá um þrjú tiltekin efni. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir ánægjulegt að nefndin sé búin að skila þessum tillögum af sér, en að þeim hafi verið unnið býsna lengi.

„Ég held að það sé nauðsynlegt að kanna hvort ekki sé skynsamlegt að reyna að leggja þetta fyrir þingið núna í sumar því að vilji menn koma þessum ákvæðum inn í stjórnarskrá þá er tækifæri núna og langt í að næsta tækifæri opnast“ segir Sigurður Ingi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann vísar þar til þess að breytingarnar þyrfti að samþykkja á yfirstandandi þingi og síðan að nýju á þingi eftir kosningar.

Skiptar skoðanir um þröskuldinn

Hann segir að tillögur nefndarinnar séu niðurstaða málamiðlana á milli ólíkra hópa til að ná sem víðtækastri samstöðu, þó að vissulega fylgi sérbókanir niðurstöðunni. Spurður um það atriði að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi segir hann að skiptar skoðanir séu um hver þröskuldurinn eigi að vera. Þetta sé niðurstaða málamiðlana á milli allra flokka á þingi til að ná sem víðtækastri sátt. „Ég held að það væri tillögunnar virði að láta á það reyna hvort við gætum náð að ljúka þessu á síðsumarsþinginu,“ segir forsætisráðherra.

Hann segir áhugavert, og margir hafi talað fyrir því, að það sé nauðsynlegt að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrána sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og það gerist með þessum tillögum. Sama eigi við um þriðja þáttinn, sem fjalli um náttúruna.

Hann segir ánægjulegt að þetta verklag skuli hafa verið notað og þessi niðurstaða liggi fyrir. Vinnubrögðin séu í samræmi við það sem til að mynda nágrannar á Norðurlöndunum, t.d. Norðmenn, hafi viðhaft. Þeir hafi tekið afmarkaða þætti fyrir í hvert sinn og endurskoðað stjórnarskrána með þeim hætti.

Leiði aldrei til varanlegs eignarréttar

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er greint frá tillögum stjórnarskrárnefndar og meginefni frumvarpanna.

Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti.

Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Tekið er fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...