Katrín vill sátt um annað en ósættið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hún hvetur Alþingi til þess að nýta tækifærið til þess að sýna að það geti gert raunverulegar breytingar á stjórnarskrá landsins og vísar þar til þingmannafrumvarps síns þar að lútandi.

Hún víkur sérstaklega að svokölluðu auðlindaákvæði og vitnar til nokkurra umsagna, sem Alþingi hafa borist um það, sem beri vott um hefðbundinn skotgrafahernað.

Í þeim sé ýmist fundið að því að ákvæðið hygli „stórútgerðinni“ eða að það gangi þvert gegn hagsmunum útgerðarinnar. Forsætisráðherra kveðst vona að sátt náist um annað en að „halda rifrildinu áfram að eilífu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert