Lítið eftirlit með rafrettum

Hægt er að fá ýmsar tegundir af rafsígarettum.
Hægt er að fá ýmsar tegundir af rafsígarettum. Mynd/Wikipedia

Notkun svonefndra rafrettna hefur stóraukist hér á landi á undanförnum árum. Sér í lagi meðal fyrrverandi reykingamanna eða þeirra sem eru að reyna að hætta.

Ólöglegt er fyrir lögaðila að flytja inn rafrettuvökva með nikótíni án þess að sótt hafi verið um markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun en nikótínvökvi er skilgreindur sem lyf hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það er auðvelt að nálgast nikótínvökva í rafrettur í ýmsum sjoppum og vefverslunum, m.a. hafa innflytjendur auglýst nikótínvökva til sölu á Facebook.

30 til 40 prósenta aukning á ári

Gunnar Axel Hermannsson hefur í nokkur ár selt rafrettur og vökva. Um tíma seldi fyrirtæki hans, Gaxa, vökva með nikótíni en eftir að Lyfjastofnun skerpti á regluverkinu og skilgreindi nikótínvökva sem lyf hætti fyrirtækið að selja vökva með nikótíni og hóf að selja eingöngu nikótínfrían vökva auk rafrettna og aukahluta.

Gunnar segir söluaukningu fyrirtækisins á milli ára nema á milli 30 og 40 prósentum. Aukningin væri töluvert meiri, nær 100 prósentum, væri fyrirtækið að selja nikótínvökva. Segist Gunnar gjarnan vilja geta boðið nikótínvökva til sölu, en hann kjósi að fara eftir settum reglum. „En ef ekkert verður gert þá mun ég byrja að selja vökva með nikótíni aftur,“ segir hann. Rætt er nánar um málið og við Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert