Reyna að vekja upp Rússagrýlu aftur

Rússneska sendiráðið í Reykjavík.
Rússneska sendiráðið í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Rússneskar herflugvélar virtu alþjóðlegar reglur þegar þær flugu undir íslenskri farþegaþotu á fimmtudag, að sögn Alexey Shadskiy, sendiráðsnautar í rússneska sendiráðinu. Hann segir fréttir af ferðum vélanna skiljanlegar sem yfirskyn til að opna herstöð aftur í Keflavík. Verið sé að vekja upp gamla Rússagrýlu.

Morgunblaðið sagði frá því í dag að rússneskar sprengjuflugvélar hafi flogið beint undir íslenskri farþegaþotu sem var á leið frá Keflavík til Stokkhólms á fimmtudag. Atvikið er sagt hafa gerst á íslenska flugstjórnarsvæðinu skammt frá því norska og rússnesku vélarnar hafi slökkt á staðsetningarbúnaði, ekki tilkynnt um ferðir sínar eða látið vita af sér.

Frétt mbl.is: Sprengjuflugvél flaug undir íslenskri þotu

„Það er afar skiljanlegt hvers vegna það er skrifað svona í blöðum hérna. Þetta er yfirskyn til að opna Keflavíkurherstöðina á ný. Það er verið að vekja Rússagrýlu aftur til lífsins,“ segir Shadskiy við Mbl.is.

Hann bendir á að atvikið hafi átt sér stað utan íslenskrar lofthelgi og að rússnesku vélarnar hafi verið um tveimur kílómetrum neðar en íslenska farþegaþotan. Það sé í samræmi við reglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um lágmarksfjarlægð á milli flugvéla á lofti.

Dregur frásögnina í efa

Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir flugstjóra íslensku farþegaþotunnar að hann hafi séð rússnesku flugvélarnar tvær og að þær hafi verið sex til átta þúsund fetum fyrir neðan. Vegna þess að þær hafi verið með slökkt á staðsetningarbúnaði hafi árekstrarvarar íslensku þotunnar ekki numið nærveru þeirra. Segir hann athæfi þeirra mikinn háskaleik.

Shadskiy fullyrðir að eftir fund Varðbergs þar sem breskur yfirflotaforingi NATO hélt erindi á föstudag hafi íslenskur flugstjóri komið að máli við sig og kvartað undan því að rússneskar flugvélar hafi flogið nærri sér.

Samkvæmt frásögn flugstjórans hafi vélin hins vegar ekki verið innan íslenskrar lofthelgi og að minnsta kosti tvö flughæðarsvæði hafi verið á milli þeirra, að sögn Shadskiy.

Þá dregur Shadskiy í efa að flugstjórinn hafi getað séð rússneskar flugvélar tveimur kílómetrum fyrir neðan þotuna. Í fréttinni komi fram að talið sé að vél­arn­ar séu af gerðinni Tupo­lev Tu-22M. Shadskiy segir slíkar vélar hins vegar ekki hafa slíkt flugþol að það geti passað.

Engin hætta á ferðum

Hvað staðsetningarbúnað rússnesku vélanna varðar segir Shadskiy að flugvélar NATO leiki sama leik. Rússar hafi boðið NATO að flugvélar beggja aðila auðkenndu sig þegar þær væru á flugi en sendiráðsnauturinn segir að því boði hafi verið mætt með þögn.

„Það er bara áróður að segja að Rússar fljúgi án [staðsetningarbúnaðar] en NATO vélar fljúga líka án hans,“ segir hann.

Engin hætta hafi verið á ferðum og rússnesku flugvélarnar hafi verið í hefðbundnu flugi. Aðeins ein flugleið sé fyrir rússneskar flugvélar í Atlantshafi og hún liggi í kringum íslenska lofthelgi. Frá því að Shadskyi hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1996 segist hann ekki muna til þess að rússneskar herflugvélar hafi farið inn í íslenska lofthelgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tafir á flugi vegna veðurs

11:06 Tafir hafa orðið á innlandsflugi í dag vegna veðurs en hjá flugfélaginu Erni þurfti að seinka flugi til Húsavíkur en annað flug er á á ætlun. Húsavíkurvélin fór heldur seinna í loftið en til stóð vegna veðurs. Meira »

Brást ef WOW var órekstarhæft

11:03 Ef WOW air hefur lengi verið órekstrarhæft, eins og umræðan um flugfélagið hefur verið undanfarið, þá hefur Samgöngustofa brugðist hlutverki sínu með því að svipta félagið ekki flugrekstrarleyfi sínu. Meira »

Mislingafaraldurinn líklega stöðvaður

10:59 Liðnar eru þrjár vikur frá síðasta hugsanlega mislingasmiti og telur sóttvarnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn. Börn verða bólusett aftur samkvæmt fyrri áætlun við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða nú til að bólusetja yngri börn nema við sérstök tilefni. Meira »

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

10:50 „Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“ Meira »

100 íslensk verk á pólsku

10:49 Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni Gdańskie Targi Książki sem fram fer í Gdansk í Póllandi helgina 29.-31. mars 2019. Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar úr íslensku á pólsku. Meira »

Fundað áfram í kjaradeilunni

10:03 „Við vorum að meta stöðuna aðeins í gær og ætlum að ræða saman núna á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig það fer,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en fundað verður áfram í kjaradeilu félagsins og fimm annarra í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira »

MAST kærir sölu ólöglegra fæðubótarefna

10:00 Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Meira »

100 þúsund krónum ódýrara með WOW

09:44 Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda. Meira »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »

Leggst gegn þjóðgarði á miðhálendi

08:18 „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs sem kynnt hafa verið sveitarfélögum á umliðnum vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar frá 21. mars. Meira »

1.700 hús tengjast ljósleiðara

07:57 Fjarskiptasjóður styrkir tengingu 1.702 lögbýla og fyrirtækja í sveitum landsins við ljósleiðara á næstu þremur árum. Búast má við að mun fleiri tengist í þessum verkefnum, meðal annars sumarhús og önnur híbýli sem ekki njóta ríkisstyrks. Meira »

Pappírsnotkun þingsins minnkað

07:37 Pappírsnotkun Alþingis hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum, samkvæmt skriflegu svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu enn þá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...