Vekja athygli stelpna á forritun

Eins og sjá má var mikið stuð í húsakynnum Skema …
Eins og sjá má var mikið stuð í húsakynnum Skema í dag. mbl.is/Golli

„Ákveðið var að nota styrkinn sem við fengum til að bjóða stelpum að koma og prófa forritun,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri Reiknistofu bankanna.

Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hlaut styrk frá Google og ákvað að nota styrkinn til að kveikja áhuga á forritun hjá stelpum. Er það í tengslum við evrópsku forritunarvikuna Europe Code Week sem nú stendur yfir. 

Forritarar framtíðarinnar buðu stelpum á aldrinum 8 til 13 ára upp á forritunarnámskeið í húsakynnum Skema um helgina, þeim að kostnaðarlausu. „Með þessu er vilji til að vekja áhuga hjá stelpum á forritun,“ segir Guðmundur og bendir á að hún henti jafnt stelpum sem strákum.

Boðið var til kokkteils í húsakynnum Skema í dag. Kvenkyns fyrirmyndum úr öllum áttum var boðið og skorað á þær í létta forritun.

Á sama tíma er vakin athygli á skorti á stelpum í teiknigeiranum. Algengt er að kynjahlutföll þar séu 75/25, þar sem konur eru í minnihluta. „Hlutföllin voru 80/20 í forritun fyrir nokkrum árum en virðast nú vera nær 70/30. Það hefur loðað við greinina að margir halda að þetta sé bara starf fyrir einhverja nörda,“ segir Guðmundur. 

Frá forritunarkokteilnum í dag.
Frá forritunarkokteilnum í dag. mbl.is/Golli
Konur þurftu að leysa ýmsar þrautir.
Konur þurftu að leysa ýmsar þrautir. mbl.is/Golli
Ekki vantaði stuðninginn.
Ekki vantaði stuðninginn. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert