Risafjárfesting á Suðurlandi

Hótelherbergjum fjölgaði um hundrað á milli sumra 2015 og 2016. …
Hótelherbergjum fjölgaði um hundrað á milli sumra 2015 og 2016. Mikil uppbygging er í ferðaþjónustutengdum iðnaði á Suðurlandi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ætlar að gera ráð fyrir risa-ferðaþjónustuverkefni í landi Efri-Reykja í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en þróunarfélagið Reykir ehf. ætlar að reisa þar 100 herbergja hótel ásamt tvö þúsund fermetra baðlóni á svæðinu.

Verkefnið mun að öllum líkindum taka nokkur ár að sögn Reynis Kristinssonar hjá REK-ráðgjöf sem komið hefur að verkefninu. Kostnaðurinn er áætlaður á bilinu fimm til sex milljarðar króna og skapast 70 til 100 störf á nýja ferðamannastaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð uppbygging hefur átt sér stað í ferðamannatengdum iðnaði á Suðurlandi á undanförnum misserum. Fyrr á þessu ári var tekin í notkun ný hæð á Hótel Selfossi og Fosshótel Jökulsárlón var opnað á Hnappavöllum á þessu ári. Þá var bætt við 30 herbergjum á Hótel Kötlu á Höfðabrekku á árinu. Samtals fjölgaði hótelherbergjum á Suðurlandi um hundrað á milli sumra 2015 og 2016 skv. tölum Hagstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert