Íbúar Reykjanesbæjar áhyggjufullir

Íbúar eru í uppnámi vegna reyks frá kísilverinu í Helguvík.
Íbúar eru í uppnámi vegna reyks frá kísilverinu í Helguvík.

Reykur og ólykt frá nýju kísilveri United Silicon í Helguvík hefur valdið miklu uppnámi í Reykjanesbæ undanfarna daga.

Heilsugæslunni og bæjaryfirvöldum í bænum hafa borist margar kvartanir vegna málsins sem ýmsir telja heilsufarslega ógn.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag ætla að fylgjast með stöðu og gangi mála í kísilverksmiðjunni. Dagný Alda Steinsdóttir, félagi í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, segir íbúa hafa fundið fyrir óþægindum frá verksmiðjunni í hálfan mánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert