Eldur í einbýlishúsi á Akureyri

Frá slökkvistarfinu á Akureyri.
Frá slökkvistarfinu á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eldur kom upp í einbýlishúsi við Sunnuhlíð á Akureyri í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var eldurinn minniháttar en talsverður reykur kom frá húsinu.

Engin slys urðu á fólki en ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu.

Verið er að reykræsta húsið, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Ekki er vitað um tjón af völdum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert