Skákað í skjóli gerviverktöku hjá Utd Silicon

Kísilmálver United Silicon tók formlega til starfa um miðjan nóvember.
Kísilmálver United Silicon tók formlega til starfa um miðjan nóvember.

Í tilboði sem pólska verktakafyrirtækið Metal Mont gerði í tiltekna verkþætti við byggingu kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík virðist sem leiga á starfsmönnum hafi verið búin í búning verktöku til að komast hjá greiðslu opinberra gjalda hérlendis.

Þetta er mat Halldórs Gröndvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, eftir að hann fór yfir fyrrnefnd gögn sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

„Full ástæða er til að vefengja að um hefðbundinn eða eðlilegan verksamning sé þarna að ræða. Frekar sé verið að búa starfsmannaleigustarfsemi í búning verktöku. Þá er einsýnt miðað við þær magntölur og greiðslur sem þar koma fram að þau kjör sem starfsmönnum er ætlað að vinna eftir standast ekki lágmarkskröfur kjarasamninga og laga sem gilda á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Halldór í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert