Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa

Frá borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun innan tíðar leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að skylda Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verði afnumin.

Frumvarpið breytir 11. grein sveitarstjórnarlaga á þá leið að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri haldist 15–23 aðalmenn en verði ekki á bilinu 23 til 31 talsins.

Borgarfulltrúarnir eru 15 í dag en árið 2011 fékk ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna lögfesta þá breytingu á 11. grein sveitarstjórnarlaganna að þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli sveitarstjórnarmenn framvegis vera 23–31. Þessu verður nú snúið til fyrra horfs verði frumvarp Jóns samþykkt. Segir Jón í Morgunblaðinu í dag, að rétt væri að breyta lögunum þannig að það yrði ákvörðunarréttur hverrar sveitarstjórnar fyrir sig hvort fjölga ætti sveitarstjórnarfulltrúum eða ekki en þær yrðu ekki skyldaðar til þess með lagaboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert