Harma niðurstöðuna í máli Dagrúnar

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það harmar dóm Hæstaréttar í máli Dagrúnar Jónsdóttur gegn íslenska ríkinu og Tryggingastofnun ríkisins.

Dagrún er örorkulífeyrisþegi og stefndi ríkinu og Tryggingastofnun vegna vangoldinna almannatryggingabóta á árinu 2012 á þeim forsendum að örorkubætur dugi ekki til eðlilegrar framfærslu. Ríkið hefði þannig ekki uppfyllt skyldur til fullnægjandi aðstoðar samkvæmt stjórnarskrá, að því er segir í tilkynningu ÖBÍ.

„Miðað við neysluviðmið sem velferðarráðherra hafi látið reikna út þurfi bætur Dagrúnar nánast að tvöfaldast til að hún geti lifað mannsæmandi lífi.“

Haft er eftir Ellen Calmon, formanni ÖBÍ, að farið verði yfir dóminn með lögmönnum bandalagsins á næstu dögum og metið hvernig brugðist verði við honum.

„Svo virðist sem niðurstaða Hæstaréttar þýði að löggjafinn hafi fullt og ótakmarkað vald til þess að mæla fyrir um aðstoð við fatlað fólk og dómstólar muni ekki hagga því mati. Þar með virðist sem dómstólar skorist undan því að fjalla um mannréttindi fatlaðs fólks.“

Dómur Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert