Ógerlegt að ákvarða aldurinn með vissu

Þó að illa gangi að ákveða aldur manngerðra hella má …
Þó að illa gangi að ákveða aldur manngerðra hella má fullyrða að þeir séu elstu byggingar hér á landi. mbl.is/RAX

Ógerlegt er að ákvarða með öruggri vissu aldur manngerðra hella á Suðurlandi vegna þess hvers eðlis minjarnar eru og þeir munir sem í hellunum hafa fundist.

Engar aðferðir sem notaðar hafa verið hafa skilað óyggjandi niðurstöðum. Þetta segir ungur sagnfræðingur, Árni Freyr Magnússon, í samtali við Morgunblaðið. Ný BA-ritgerð hans fjallar um aldursgreiningar á manngerðum hellum hér á landi og um hana er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Manngerðir hellar, sem finna má víða á Suðurlandi, hafa lengi vakið áhuga manna. Í byrjun síðustu aldar varð Einar skáld Benediktsson helsti málsvari þeirrar kenningar, sem orðið hefur lífseig, að í þessum hellum hafi búið írskir einsetumenn, Papar, sem eiga að hafa verið hér fyrir landnám norrænna manna í lok 9. aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert