Hærri gjöld til að afla 2 milljarða

Flutningsmenn frumvarpsins eru Steingrímur J. Sigfússon, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn …
Flutningsmenn frumvarpsins eru Steingrímur J. Sigfússon, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp um sérstakar fjáröflunarráðstafanir í vegamálum. Þar er lagt til sérstakt vörugjald af bensíni, bensíngjald og olíugjald um u.þ.b. þriðjung verðlagshækkunar tímabilsins 2005-2017, í þeim tilgangi að auka tekjur til vegamála um nærri 2 milljarða króna.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að bensíngjaldið hækki um 8,75 krónur og olíugjaldið um 8,52 krónur. Þá yrði Vegagerðinni heimilt að færa af viðhalds- og þjónustuliðum allt að 500 milljónir króna til nýframkvæmda.

Frumvarp það sem hér er flutt gengur út á að taka skref í átt til þess að færa helstu markaði tekjustofna til vegamála, þ.e. aðra en kílómetragjald, í átt til þess að vera fullnýttir miðað við þróun verðlags frá því að þeir voru upphaflega ákvarðaðir. Er ekki vanþörf á, sbr. síendurteknar fréttir af ófremdarástandi á vegum landsins og hávær mótmæli vegna þess niðurskurðar frá samþykktri samgönguáætlun sem mest er rætt um þessa dagana,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Þá er bent á að um sé að ræða gjald á jarðefnaeldsneyti.

Umhverfisvænni orkugjafar á borð við raforku og metan eru undanþegnir álögum á borð við bensín- og olíugjald en lágt verð á jarðefnaeldsneyti undanfarið hefur dregið úr því að neytendur breyttu háttum sínum og tækju að nota umhverfisvænni orku. Hækkun gjalda á jarðefnaeldsneyti gerir þannig umhverfisvænu orkukostina hagstæðari fyrir neytendur og greiðir fyrir nauðsynlegum og tímabærum orkuskiptum í samgöngum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert