Ætla ekki að gefast upp

Á annað hundrað manns komu saman á brúnni og lokuðu …
Á annað hundrað manns komu saman á brúnni og lokuðu henni fyrir umferð. Ljósmynd/Marie-Louise Johansson

Hópur íbúa á Hornafirði og nágrenni lokaði þjóðveginum yfir Hornafjarðarfljót síðdegis í dag. Vildu íbúar með þessu mótmæla niðurskurði í samgönguáætlun. Brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið og var byggð var fyrir meira en hálfri öld og eru íbúar sveitarfélagsins ósáttir við að stjórnvöld hafi ákveðið að hætta við framkvæmdir sem þeir segja vera löngu tímabærar.

Marie-Louise Johansson sem var í hópi mótmælendanna segir alla þá sem stoppuðu vegna lokunar vegarins hafa sýnt málinu skilning. Íbúar séu reiðir yfir ákvörðun stjórnvalda og ætli sér ekki að gefast upp.

Brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið og eru íbúar sveitarfélagsins ósáttir …
Brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið og eru íbúar sveitarfélagsins ósáttir við að hætt hafi verið við framkvæmdir sem þeir segja vera löngu tímabærar. Ljósmynd/ Marie-Louise Johansson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert