Rúta út af á Öxnadalsheiði

Öxnadalsheiði er ófær. Mynd úr safni, Hraundrangar í Öxnadal.
Öxnadalsheiði er ófær. Mynd úr safni, Hraundrangar í Öxnadal. mbl.is/Gúna

Rúta með 17 farþegum fór út af veginum á Öxnadalsheiði. Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út um klukkan hálfellefu til að ferja farþegana úr rútunni yfir í aðra. Aðstæður eru mjög erfiðar, bálhvasst, lítið skyggni og heiðin er ófær vegna veðurs.   

Illa stætt er á heiðinni og þurfa tveir björgunarsveitarmenn að fylgja hverjum farþega yfir í rútuna til að koma þeim til byggða. Engin slys eru á fólki, að sögn Jónasar Guðmund­son­ar hjá Slysa­varn­a­fé­lag­inu Lands­björg.  

Um 15 til 20 björgunarsveitarmenn á þremur bílum fóru í útkallið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert