Annette hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar

Annette Lassen og Unnur Brá Konráðsdóttir sem veitti henni verðlaunin.
Annette Lassen og Unnur Brá Konráðsdóttir sem veitti henni verðlaunin.

Annette Lassen, rannsóknardósent í norrænum bókmenntum við Árnasafn og Kaupmannahafnarháskóla, hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, sumardaginn fyrsta.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti verðlaunin. Annette hefur með kynningu á fornbókmenntunum haldið ríkulega á loft framlagi Íslands til heimsbókmenntanna. Hún hefur skipulagt fjölda ráðstefna, haldið fyrirlestra, skrifað fjölda greina og kynnt fornbókmenntir Íslendinga í fjölmiðlum. Þá ritstýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku útgáfu Íslendingasagnanna og þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert