Furðuhrútur með samvaxin horn

Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér ...
Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér heytuggu með hinum hrútunum. Ljósmyndir/Erla Þórey

Þau Erla Þórey og Bjarni, bændur í Hraunkoti í Landbroti, voru alveg búin að gleyma lambinu með undarlegu hornin þegar það skilaði sér í eftirleit rétt fyrir síðustu jól.

Smalar héldu að þar færi geithafur þegar þeir sáu hann í kíki sínum, en horn lambhrútsins höfðu vaxið þétt saman beint upp úr höfði hans. Eldri bændur í sveitinni hafa gert sér ferð til Erlu og Bjarna til að skoða undarlega skepnuna með uppglennt augun.

Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, ...
Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, gauka heyi að Einhyrningi. Ljósmyndir/Erla Þórey

„Þessi furðuhrútur hefur fengið nafnið Einhyrningur. Við sáum hvers kyns var strax í sauðburðinum í fyrravor þegar hann kom í heiminn, hornin voru þá þegar samvaxin og aðeins í sundur efst. Þau hafa vaxið síðan áfram beint upp af höfði hrútsins, svo nú lítur hann út eins og einhyrningur. Við vorum satt að segja búin að steingleyma honum þegar hann kom til byggða í eftirleit skömmu fyrir jólin. Fyrir vikið varð hann sér úti um lengra líf en flestir þeir lambhrútar sem komu í heiminn á sama tíma og hann síðasta vor, þeir fóru í sláturhús í haust að loknum réttum,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, en í fjárhúsum hennar og Bjarna Bjarnasonar, mannsins hennar, er að finna furðuskepnuna Einhyrning.

„Það var skondið að smalarnir sem sáu hann í kíki hjá sér þegar þeir voru að leita, vissu ekki hvaða fyrirbæri þetta væri og héldu fyrst að hann væri geithafur, með þetta háa horn. En þeir sáu svo þegar þeir komust nær að hann var sauðkind með svona sérstæð samvaxin horn. Bæði hornin vaxa þétt saman líkt og um eitt voldugt horn sé að ræða, sem klofnar í tvennt í endann,“ segir Erla og bætir við að eftirlegukindin Einhyrningur hafi komið til byggða ásamt ánni móður sinni og gimbrinni tvílembingnum á móti honum, sem og annarri tvílembu. Þetta voru því sex kindur saman sem fundust og skiluðu sér heim á aðventunni.

Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.
Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.


Eins og eftir andlitslyftingu

„Við höldum að það sé einhverskonar stökkbreyting sem veldur þessum undarlega vexti hornanna. Móðir hans og faðir eru ekki ferhyrnd eða neitt slíkt, og það er ekkert ferhyrnt fé í okkar kindum, svo ekki hefur hann fengið þetta með genunum. Eldri bændur hér í sveitinni hafa gert sér sérstaka ferð hingað til okkar til að skoða hrútinn, því vissulega er þetta eitthvað sem fáir hafa áður séð. En þeir hafa engar sérstakar kenningar um hvers vegna skepnan er svona. Hann er bara einstakt fyrirbæri og auk þess nokkuð sérstakur á svipinn, því hann er með uppglennt augu af þessum sökum, það er líkt og hornin með þessum óvenjulega vexti beint upp, nái að teygja á augnlokunum og fyrir vikið er hann svolítið hissa á svipinn, eða jafnvel sorgmæddur. Hann er eiginlega svolítið strekktur í framan, eins og fólk sem fer í andlitslyftingu,“ segir Erla og hlær og bætir við að hann hafi verið svona strekktur í framan þegar hann kom í heiminn.

Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu ...
Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu með krökkunum. Ljósmyndir/Erla Þórey


„Hann bar alveg rétt að í burði og átti ekki í neinum erfiðleikum með að sjúga.“

Hann er ekki kynbótakind

Erla segir Einhyrning vera frekar rólegan og hafa gott geðslag. „Hann er meinlaus greyið, en þeir berjast hrútarnir sem eru með honum í stíu, og það hefur skafist af honum skinn á kúbunni, kannski leggja þeir hann í einelti af því að hann er öðruvísi, hver veit. Hann hefur ekki sýnt nein undarleg persónueinkenni, en hann er klókur að finna sínar leiðir og lausnir, hann þarf til dæmis að skáskjóta hausnum til að koma honum milli garðabands og garða, svo hann geti étið heyið þegar við gefum á garðann. Hornið eina á honum er vissulega til trafala því í fjárhúsinu er ekkert hannað fyrir einhyrninga,“ segir Erla og hlær. „Ekki var heldur vandræðalaust að rýja hann, sem Bjarni maðurinn minn gerði nýlega, því volduga hornið vísar vissulega ekki í þá átt sem venja er að horn á kindum vísi, en rúningurinn tókst samt að lokum.“

Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna.
Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna. Ljósmyndir/Erla Þórey


Þó að Einhyrningur sé svo skemmtilega óvenjulegur sem raun ber vitni, þá dugar það honum ekki til lífs.

„Hann fær ekki að lifa nema fram á næsta haust, greyið. Hann er ekki kynbótakind, það er alveg ljóst, hann er helst til holdrýr og þrífst ekki nógu vel, hann heldur illa holdum. En hann fær sitt auka sumar núna,“ segir Erla að lokum sem ekki hefur grafið upp einhyrningssögur til að lesa fyrir börnin sín í tilefni af furðuskepnunni á bænum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgangaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Olíu og Vatnsheldur Lyftir 204 ...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...