Furðuhrútur með samvaxin horn

Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér ...
Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér heytuggu með hinum hrútunum. Ljósmyndir/Erla Þórey

Þau Erla Þórey og Bjarni, bændur í Hraunkoti í Landbroti, voru alveg búin að gleyma lambinu með undarlegu hornin þegar það skilaði sér í eftirleit rétt fyrir síðustu jól.

Smalar héldu að þar færi geithafur þegar þeir sáu hann í kíki sínum, en horn lambhrútsins höfðu vaxið þétt saman beint upp úr höfði hans. Eldri bændur í sveitinni hafa gert sér ferð til Erlu og Bjarna til að skoða undarlega skepnuna með uppglennt augun.

Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, ...
Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, gauka heyi að Einhyrningi. Ljósmyndir/Erla Þórey

„Þessi furðuhrútur hefur fengið nafnið Einhyrningur. Við sáum hvers kyns var strax í sauðburðinum í fyrravor þegar hann kom í heiminn, hornin voru þá þegar samvaxin og aðeins í sundur efst. Þau hafa vaxið síðan áfram beint upp af höfði hrútsins, svo nú lítur hann út eins og einhyrningur. Við vorum satt að segja búin að steingleyma honum þegar hann kom til byggða í eftirleit skömmu fyrir jólin. Fyrir vikið varð hann sér úti um lengra líf en flestir þeir lambhrútar sem komu í heiminn á sama tíma og hann síðasta vor, þeir fóru í sláturhús í haust að loknum réttum,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, en í fjárhúsum hennar og Bjarna Bjarnasonar, mannsins hennar, er að finna furðuskepnuna Einhyrning.

„Það var skondið að smalarnir sem sáu hann í kíki hjá sér þegar þeir voru að leita, vissu ekki hvaða fyrirbæri þetta væri og héldu fyrst að hann væri geithafur, með þetta háa horn. En þeir sáu svo þegar þeir komust nær að hann var sauðkind með svona sérstæð samvaxin horn. Bæði hornin vaxa þétt saman líkt og um eitt voldugt horn sé að ræða, sem klofnar í tvennt í endann,“ segir Erla og bætir við að eftirlegukindin Einhyrningur hafi komið til byggða ásamt ánni móður sinni og gimbrinni tvílembingnum á móti honum, sem og annarri tvílembu. Þetta voru því sex kindur saman sem fundust og skiluðu sér heim á aðventunni.

Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.
Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.


Eins og eftir andlitslyftingu

„Við höldum að það sé einhverskonar stökkbreyting sem veldur þessum undarlega vexti hornanna. Móðir hans og faðir eru ekki ferhyrnd eða neitt slíkt, og það er ekkert ferhyrnt fé í okkar kindum, svo ekki hefur hann fengið þetta með genunum. Eldri bændur hér í sveitinni hafa gert sér sérstaka ferð hingað til okkar til að skoða hrútinn, því vissulega er þetta eitthvað sem fáir hafa áður séð. En þeir hafa engar sérstakar kenningar um hvers vegna skepnan er svona. Hann er bara einstakt fyrirbæri og auk þess nokkuð sérstakur á svipinn, því hann er með uppglennt augu af þessum sökum, það er líkt og hornin með þessum óvenjulega vexti beint upp, nái að teygja á augnlokunum og fyrir vikið er hann svolítið hissa á svipinn, eða jafnvel sorgmæddur. Hann er eiginlega svolítið strekktur í framan, eins og fólk sem fer í andlitslyftingu,“ segir Erla og hlær og bætir við að hann hafi verið svona strekktur í framan þegar hann kom í heiminn.

Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu ...
Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu með krökkunum. Ljósmyndir/Erla Þórey


„Hann bar alveg rétt að í burði og átti ekki í neinum erfiðleikum með að sjúga.“

Hann er ekki kynbótakind

Erla segir Einhyrning vera frekar rólegan og hafa gott geðslag. „Hann er meinlaus greyið, en þeir berjast hrútarnir sem eru með honum í stíu, og það hefur skafist af honum skinn á kúbunni, kannski leggja þeir hann í einelti af því að hann er öðruvísi, hver veit. Hann hefur ekki sýnt nein undarleg persónueinkenni, en hann er klókur að finna sínar leiðir og lausnir, hann þarf til dæmis að skáskjóta hausnum til að koma honum milli garðabands og garða, svo hann geti étið heyið þegar við gefum á garðann. Hornið eina á honum er vissulega til trafala því í fjárhúsinu er ekkert hannað fyrir einhyrninga,“ segir Erla og hlær. „Ekki var heldur vandræðalaust að rýja hann, sem Bjarni maðurinn minn gerði nýlega, því volduga hornið vísar vissulega ekki í þá átt sem venja er að horn á kindum vísi, en rúningurinn tókst samt að lokum.“

Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna.
Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna. Ljósmyndir/Erla Þórey


Þó að Einhyrningur sé svo skemmtilega óvenjulegur sem raun ber vitni, þá dugar það honum ekki til lífs.

„Hann fær ekki að lifa nema fram á næsta haust, greyið. Hann er ekki kynbótakind, það er alveg ljóst, hann er helst til holdrýr og þrífst ekki nógu vel, hann heldur illa holdum. En hann fær sitt auka sumar núna,“ segir Erla að lokum sem ekki hefur grafið upp einhyrningssögur til að lesa fyrir börnin sín í tilefni af furðuskepnunni á bænum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...