Furðuhrútur með samvaxin horn

Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér ...
Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér heytuggu með hinum hrútunum. Ljósmyndir/Erla Þórey

Þau Erla Þórey og Bjarni, bændur í Hraunkoti í Landbroti, voru alveg búin að gleyma lambinu með undarlegu hornin þegar það skilaði sér í eftirleit rétt fyrir síðustu jól.

Smalar héldu að þar færi geithafur þegar þeir sáu hann í kíki sínum, en horn lambhrútsins höfðu vaxið þétt saman beint upp úr höfði hans. Eldri bændur í sveitinni hafa gert sér ferð til Erlu og Bjarna til að skoða undarlega skepnuna með uppglennt augun.

Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, ...
Spekingar. Miðjubörnin í systkinahópnum, Bjarni Dagur og Ólöf Ósk Bjarnabörn, gauka heyi að Einhyrningi. Ljósmyndir/Erla Þórey

„Þessi furðuhrútur hefur fengið nafnið Einhyrningur. Við sáum hvers kyns var strax í sauðburðinum í fyrravor þegar hann kom í heiminn, hornin voru þá þegar samvaxin og aðeins í sundur efst. Þau hafa vaxið síðan áfram beint upp af höfði hrútsins, svo nú lítur hann út eins og einhyrningur. Við vorum satt að segja búin að steingleyma honum þegar hann kom til byggða í eftirleit skömmu fyrir jólin. Fyrir vikið varð hann sér úti um lengra líf en flestir þeir lambhrútar sem komu í heiminn á sama tíma og hann síðasta vor, þeir fóru í sláturhús í haust að loknum réttum,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, en í fjárhúsum hennar og Bjarna Bjarnasonar, mannsins hennar, er að finna furðuskepnuna Einhyrning.

„Það var skondið að smalarnir sem sáu hann í kíki hjá sér þegar þeir voru að leita, vissu ekki hvaða fyrirbæri þetta væri og héldu fyrst að hann væri geithafur, með þetta háa horn. En þeir sáu svo þegar þeir komust nær að hann var sauðkind með svona sérstæð samvaxin horn. Bæði hornin vaxa þétt saman líkt og um eitt voldugt horn sé að ræða, sem klofnar í tvennt í endann,“ segir Erla og bætir við að eftirlegukindin Einhyrningur hafi komið til byggða ásamt ánni móður sinni og gimbrinni tvílembingnum á móti honum, sem og annarri tvílembu. Þetta voru því sex kindur saman sem fundust og skiluðu sér heim á aðventunni.

Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.
Smalar héldu að Einhyrningur væri geithafur.


Eins og eftir andlitslyftingu

„Við höldum að það sé einhverskonar stökkbreyting sem veldur þessum undarlega vexti hornanna. Móðir hans og faðir eru ekki ferhyrnd eða neitt slíkt, og það er ekkert ferhyrnt fé í okkar kindum, svo ekki hefur hann fengið þetta með genunum. Eldri bændur hér í sveitinni hafa gert sér sérstaka ferð hingað til okkar til að skoða hrútinn, því vissulega er þetta eitthvað sem fáir hafa áður séð. En þeir hafa engar sérstakar kenningar um hvers vegna skepnan er svona. Hann er bara einstakt fyrirbæri og auk þess nokkuð sérstakur á svipinn, því hann er með uppglennt augu af þessum sökum, það er líkt og hornin með þessum óvenjulega vexti beint upp, nái að teygja á augnlokunum og fyrir vikið er hann svolítið hissa á svipinn, eða jafnvel sorgmæddur. Hann er eiginlega svolítið strekktur í framan, eins og fólk sem fer í andlitslyftingu,“ segir Erla og hlær og bætir við að hann hafi verið svona strekktur í framan þegar hann kom í heiminn.

Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu ...
Sveitalíf. Kötturinn Litli kisi kann vel við sig í fjárhúsinu með krökkunum. Ljósmyndir/Erla Þórey


„Hann bar alveg rétt að í burði og átti ekki í neinum erfiðleikum með að sjúga.“

Hann er ekki kynbótakind

Erla segir Einhyrning vera frekar rólegan og hafa gott geðslag. „Hann er meinlaus greyið, en þeir berjast hrútarnir sem eru með honum í stíu, og það hefur skafist af honum skinn á kúbunni, kannski leggja þeir hann í einelti af því að hann er öðruvísi, hver veit. Hann hefur ekki sýnt nein undarleg persónueinkenni, en hann er klókur að finna sínar leiðir og lausnir, hann þarf til dæmis að skáskjóta hausnum til að koma honum milli garðabands og garða, svo hann geti étið heyið þegar við gefum á garðann. Hornið eina á honum er vissulega til trafala því í fjárhúsinu er ekkert hannað fyrir einhyrninga,“ segir Erla og hlær. „Ekki var heldur vandræðalaust að rýja hann, sem Bjarni maðurinn minn gerði nýlega, því volduga hornið vísar vissulega ekki í þá átt sem venja er að horn á kindum vísi, en rúningurinn tókst samt að lokum.“

Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna.
Einhyrningur. Hann hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna. Ljósmyndir/Erla Þórey


Þó að Einhyrningur sé svo skemmtilega óvenjulegur sem raun ber vitni, þá dugar það honum ekki til lífs.

„Hann fær ekki að lifa nema fram á næsta haust, greyið. Hann er ekki kynbótakind, það er alveg ljóst, hann er helst til holdrýr og þrífst ekki nógu vel, hann heldur illa holdum. En hann fær sitt auka sumar núna,“ segir Erla að lokum sem ekki hefur grafið upp einhyrningssögur til að lesa fyrir börnin sín í tilefni af furðuskepnunni á bænum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Kynjabilið minnst hér á landi

08:31 Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...