Vonast eftir úrbótum á bryggjunni í Flatey

Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggjuna sem talin er varasöm.
Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggjuna sem talin er varasöm.

Fulltrúar Framfarafélags Flateyjar áttu í gærmorgun fund með Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og fulltrúum ráðuneytisins um slæmt ástand bryggjunnar í Flatey.

„Það er engu lofað á svona fundum en ég er bjartsýn á framhaldið og að unnið verði að úrbótum,“ sagði Gyða Steinsdóttir, formaður Framfarafélagsins, að fundinum loknum.

„Við lýstum ástandi bryggjunnar og sýndum ráðherra gögn sem sýna hversu bágborið ástand hennar er og jafnvel hættulegt. Hann tók undir áhyggjur okkar og sagðist vilja skoða hvað hægt væri að gera,“ sagði Gyða. Hún segir að ráðast þurfi í töluverðar endurbætur á mannvirkjunum, meðal annars á krossbitum og þverbitum undir bryggjunni.

Ekki rekið Flateyjahöfn svo áratugum skiptir

Forræði yfir bryggjunni hefur um skeið verið bitbein sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar og hver ætti að kosta viðgerðir á henni. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti yfirlýsingu um afsal hafnarmannvirkja í Flatey og rekstrar á höfninni til Vegagerðarinnar á fundi 11. apríl síðastliðinn. Þar segir meðal annars:

„Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ekki rekið Flateyjarhöfn svo áratugum skiptir, hefur hún alfarið verið rekin af siglingasviði Vegagerðarinnar, áður Siglingastofnun, að því er sveitarstjórn telur sem ferjuhöfn vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs... Sveitarstjóra er falið að útbúa yfirlýsingu til innanríkisráðuneytisins þess efnis að sveitarfélagið sé reiðubúið að afsala sér formlega öllum hafnarmannvirkjum í Flatey og rekstri á höfninni í Flatey til Vegagerðarinnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert