„Við erum í forréttindastöðu“

Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu.
Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu. mbl.is/Hanna

Landamæri eru manngerð. Fólk er innan þeirra og utan. Þau eru einnig notuð til að útiloka aðra frá okkur sjálfum. Það er algengt viðhorf bæði í hjálparstarfi og í fjölmörgum samfélögum að nota; við og hinir, til skilgreiningar á þeim sem þurfa á hjálp að halda og þar með er ákveðinni fjarlægð haldið. Ástæðan er meðal annars ólík sýn þeirra sem vilja hjálpa og þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þetta kom fram í erindi Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa sem nefndist Crossing Borders: Social Work and Humanitarian Action.

Líkt og titill erindisins vísar til var fjallað um landamæri í víðum skilningi þess og beindi Helga sjónum sínum einkum að þeim sem komast milli landamæra óhindrað líkt og flestir Vesturlandabúar ólíkt þeim sem er verið að koma til aðstoðar. Henni var tíðrætt um hvernig við tölum um hina (e. other) og notum jafnvel „othering“ yfir það þegar við tölum um fólk, sem er hluti af okkur en eru samt hinir, þrátt fyrir að þeir hafi orðið fyrir skipulögðu ofbeldi án þess að vera sjálfir í neinum deilum. 

Hvað drífur Vesturlandabúa áfram í hjálparstarfi?

Helga hefur unnið að hjálparstarfi víða um heim frá árinu 1993 þegar hún fór í fyrsta skipti til Sómalíu í hjálparstarf. Þar átti hún samtal við sómalskar konur sem hefur verið uppspretta margvíslegra spurninga æ síðan.

„Ég var komin inn í eldhús á hjálparstöð í Sómalíu og spjallaði við sómalskar konur sem spurðu mig spurninga sem brunnu á þeim: „Hvers vegna yfirgefur hjálparstarfsfólk frá Vesturlöndum öryggi sitt í heimalandi sínu til að hjálpa öðrum úti í heimi. Hvers vegna líkar þeim ekki við fólkið sem það er að hjálpa. Það er alveg sama hvað við gerum, við virðumst aldrei geta gert það rétt. Hvers vegna eru þið ekki hamingjusöm ef þið getið farið?“ Ég gat ekki svarað þessum spurningum og ekki heldur núna,“ sagði Helga.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt. mbl.is/Hanna

Mikilvægt að vinna með fólki 

Hún benti á að það vilji gjarnan gleymast að vinna með fólki innan frá í hjálparstarfi. Rík tilhneiging á þessum tíma og er jafnvel enn er að koma með boð og skipanir að ofan í stað þess að vinna með fólki. Ekki má gleyma að þeir sem eru utanaðkomandi hafa mikil völd.

„Þú þarft að þekkja stöðuna þína gagnvart þeim sem þú hjálpar. Þú þarft að þekkja sjálfan þig og hvaðan þú kemur því við erum í forréttindastöðu. Við getum flest ferðast á milli landamæra á meðan stór hópur fólks flýr stríðshörmungar eða eygir von um betra líf í öðrum löndum og býr í einskismannslandi á meðan,“ segir Helga. Í þessu samhengi benti hún á mikilvægi þess að sjá heildarmyndina í hjálparstarfi því það vill oft gleymast. Hún sjálf áttaði sig fljótlega á því eftir að hún byrjaði í hjálparstarfi að hana skorti heildarsýnina.

Á þessum tíma, fyrir tæplega tuttugu árum, var ekki mikil spurn eftir félagsráðgjöfum í hjálparstarfi heldur var frekar sóst eftir fólki með þekkingu á lögfræði, tæknimenntun og tungumálakunnáttu þrátt fyrir að félagsráðgjafar væru menntaðir til þess að vinna með fólki og kerfinu sjálfu sem ætti að gegna því hlutverki að halda utan um það. „Það hefur komið mér á óvart hversu fáum félagsráðgjöfum ég hef unnið með í þessum aðstæðum á þessum tíma,“ segir Helga. Þessa má geta að hún hefur starfað sem félagsráðgjafi frá árinu 1981 þegar hún útskrifaðist sem slíkur frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa. mbl.is/Hanna

Tungumálið og orðræðan

Orð eru til alls fyrst.  Tungumálið er mikilvægt í því hvernig við lítum á okkur sjálf, heiminn og annað fólk. Það þarf að vanda orðavalið og passa að festast ekki í því að flokka fólk og skilja okkur í sundur frá því með því að nota „við og hinir“. Þegar það er gert verður meiri hætta á að „hinir verða hættulegir. Að hjálpa öðrum og morð og stríð eru of nátengd fyrirbæri,“ segir Helga.

Hún bendir á að góður ásetningur um að hjálpa fólki sé ekki nóg þótt hann sé góðra gjalda verður. Það þarf að ná heildarmyndinni. Í því samhengi bendir hún á að það þurfi að minna yfirvöld á þá sem eiga um sárt að binda og starfa með sérfræðingum.

Að lokum tók hún undir orð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem fór með ljóðlínur úr ljóðinu Heim­sókn eft­ir Tóm­as­ Guðmunds­son við setninguna í morgun. Í því seg­ir: „Því meðan til er böl sem bætt þú gast, og bar­ist var á meðan hjá þú sast, er ólán heims­ins einnig þér að kenna.“ 

Ráðstefnan í Hörpu stefndur yfir í tvo daga. Fjölmargar málstofur verða einnig í boði á ráðstefnunni undir stjórn bæði íslenskra og erlendra félagsráðgjafa.

Yfir 500 félagsráðgjafar og aðrir þátttakendur, þar af yfir 300 erlendis frá, taka þátt í ráðstefnunni sem stendur yfir fram á þriðjudag. Þar verða í brennidepli málefni flóttafólks og innflytjenda, barna, fjölskyldna og aldraðra, hjálparstarf og fleira en eitt helsta þema Evrópuráðstefnunnar að þessu sinni er sjálfbærni samfélaga og félagsráðgjöf, sem er jafnframt þema næstu tveggja ára í áætlunum Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa (IFSW).

 Hér má sjá dagskrána. 

mbl.is

Innlent »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...