Hitinn fer upp í 16 stig í dag

Spáð er vestlægri átt á landinu í dag.
Spáð er vestlægri átt á landinu í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Spáð er vestlægri átt á landinu í dag, víða 5 til 10 metrum á sekúndu. Rigning verður eða skúrir vestantil á landinu en skýjað með köflum austanlands og skúrir síðdegis.

Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig um landið norðvestanvert en annars 8 til 16 stig, hlýjast á suðaustur- og austurlandi.

Á morgun verður hægari norðanátt og léttir til á morgun, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu verða og dálítil rigning norðaustanlands fram að hádegi.

Hiti verður á bilinu 11 til 17 stig á morgun en 4 til 10 stig norðan heiða.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert