Hljóðmerki í íslensku vörumerkjaskránni

Facebook er eitt þekktasta vörumerki heims. Í fyrra bárust Einkaleyfastofu …
Facebook er eitt þekktasta vörumerki heims. Í fyrra bárust Einkaleyfastofu 2.368 alþjóðlegar umsóknir um skráningu vörumerkja. AFP

Til stendur að Einkaleyfastofa (ELS) taki innan tíðar á móti hljóðmerkjum til skráningar í íslensku vörumerkjaskránni.

Þetta kemur fram í ársskýrslu ELS fyrir seinasta ár en í grein eftir Dagnýju Fjólu Jóhannsdóttur, lögfræðing hjá stofunni, segir að með aukinni samkeppni og tækniframförum séu vörumerki farin að verða enn fjölbreyttari en áður.

Skráð hafa verið samtals 2.688 vörumerki hjá ELS frá áramótum að því er segir í nýjasta tölublaði ELS-tíðinda og er það aukning um 49% frá því á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 1.805. Skýringarnar eru m.a. fjölgun umsókna og aukin afköst í rannsókn vörumerkja í kjölfar skipulagsbreytinga. Yfir 60 þúsund vörumerki eru í dag skráð hér á landi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert