Umhverfing númer eitt til fólksins

Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur ...
Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Rúrí. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjórar myndlistarkonur opnuðu nýverið sýninguna Nr. 1 Umhverfing á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ. Auk þess að sýna eigin verk leituðu þær eftir samstarfi við kollega sína sem rætur eiga að rekja í Skagafjörðinn. Markmiðið er að færa nútímamyndlist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu í hefðbundnum sýningarsölum. Fleiri umhverfingar eru á döfinni annars staðar á landinu næstu árin.

Nafn sýningarinnar Nr. 1 Umhverfing, sem opnuð var með pompi og pragt á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ 1. júlí, er ekki úr lausu lofti gripið. Það vísar til þess að fleiri sýningar verða settar upp með sama sniði í óhefðbundnum sýningarýmum umhverfis landið á næstu árum í samstarfi við heimamenn. Nr. 2 Umhverfing er handan hornsins þegar sú fyrsta verður tekin niður í næsta mánuði.

Hugmyndasmiðir og skipuleggjendur verkefnisins eru myndlistarmennirnir Anna Eyjólfsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir, en verk þeirra munu mynda kjarna sýninganna á hverjum stað.

„Hugmyndin er að færa nútímamyndlist í húsnæði á ýmsum stöðum á landinu þar sem hvorki er hefð né sérhönnuð húsakynni fyrir listsýningar. Framtakið er viðleitni til að koma nútímalist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu, eins og allir ættu að eiga rétt á. Án listar er lífið svo miklu snauðara en með list,“ segja Anna og Rúrí.

Menningarauki

Listamennirnir hafa sérstakan augastað á stöðum þar sem listinni er alla jafna ekki gert hátt undir höfði og aðgengi heimamanna sem og sjúklinga og vistmanna á sjúkrastofnunum að listaheiminum er augljóslega takmörkunum háð. Þær segja mikla áskorun fólgna í að setja upp listsýningu á slíkum stöðum. „Við höfum verið á faraldsfæti milli Reykjavíkur og Sauðárkróks frá því snemma í vor að undirbúa sýninguna og ræða við alla sem málið varðar. Til dæmis aðra listamenn sem rætur eiga að rekja í byggðarlagið og við buðum að sýna verk sín á sýningunni. Í rými sem hannað er fyrir allt annað en listsýningar getur verið snúið að finna nútímalist hentugan stað. Spyrja þarf hæstráðendur hvort setja megi þau upp þarna eða hinum megin, mæla allt í krók og kima, ganga frá uppsetningu verkanna og þar fram eftir götunum.“

Í tilefni sýningarinnar gáfu þær út veglega sýningarskrá með greinum eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, list- og fagurfræðing, og Jón Ormar Ormsson og hafa haft í mörg horn að líta. „Heilmikil vinna og mikið vafstur,“ segja þær.

En þær töldu umstangið ekki eftir sér, enda verkefnið fyrst og fremst sprottið af hugsjón og metnaði. Verkefnið fékk nokkurn styrk frá sveitarfélaginu og ýmsum stofnunum í bænum. „Við höfum mætt miklum velvilja forráðamanna beggja stofnana og alls starfsfólks þeirra, og hefur verið einstaklega gefandi að vinna með þeim, ásamt öllum listamönnunum. Sýningin hefur og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Heimamenn hafa fagnað þessum óvænta og jafnframt óhefðbundna menningarauka.“

Lífið og listin

Listaverkin á Nr. 1 Umhverfing skipta tugum og eru af ýmsum toga. Málverk, skúlptúrar, ljósmyndaverk, innsetningar og verk með textílívafi, svo fátt eitt sé talið. Þverskurður af íslenskri nútímamyndlist. Auk þess sem forsprakkarnir tefla fram eigin verkum eru þar listaverk níu annarra listamanna, sem allir hafa tengsl við byggðarlagið. „Nr. 2 Umhverfing mun að sama skapi hverfast að stórum hluta um verk listamanna sem tengjast viðkomandi héraði og einnig skiptum við út eigin verkum,“ útskýra Anna og Rúrí.

Listakonurnar ætla að fylgja sýningunni eftir allt til lokadags og kynna hana sem víðast. Þær hafa skoðað hana með áhugahópum og erlendum listamönnum og rabbað við þá um nútímalist í víðu samhengi. Með haustinu er í bígerð að bjóða grunn- og framhaldsskólanemendum upp á sams konar leiðsögn. „Við erum alltaf tilbúnar að ræða við gesti og gangandi um tilgang lífs og lista,“ segja þær.

Inntar nánar eftir því hver sá tilgangur sé fara þær að hlæja og Rúrí svarar: „Kirkjan hefur lengi átt erfitt með að útskýra þetta með tilgang lífsins, svo kannski höfum við ekki eina rétta svarið. En það er alltaf gaman og gagnlegt að ræða málin, þótt ekki fáist endanleg niðurstaða.“

„Aðalatriðið er að fólk, ekki síst sjúkir og aldraðir, velti lífinu fyrir sér í tengslum við og gegnum listina,“ segir Anna. „Með listina sem hjálpartæki,“ bætir Rúrí við og heldur áfram: „Á heilbrigðisstofnunum fer fram endurhæfing og sjúkraþjálfun fyrir líkamann. Sýning eins og Nr. 1 Umhverfing gæti þjónað sem endurhæfing fyrir andann og sálartetrið.“

Eins og umhverfingar úti um allt land á næstu árum væntanlega.

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...