Það síðasta sem sást í myndavél drónans var vinstri vængur álftar í flugtaki

Illa tókst til þegar ferðamenn voru að mynda álftir með …
Illa tókst til þegar ferðamenn voru að mynda álftir með dróna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þarna voru um 300 álftir. Dróninn kom beint undan vindi í augnhæð við álftirnar. Þær voru ekki sérstaklega glaðar á svip þar sem þær horfðu á drónann nálgast eins og í stórsvigi, enda var þetta freklegt inngrip í einkalíf þeirra.“

Þetta segir Bergsveinn Reynisson, bóndi á Gróustöðum og kræklingaræktandi, um atlögu álftar við dróna indverskra ferðamanna, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

„Álftirnar geta ekki tekið sig upp undan vindi, en um leið og dróninn var kominn aðeins á hlið við þær fóru þær að hefja sig til flugs. Það endaði með því að einni álftinni og drónanum lenti saman. Hún var í flugtaki og sló hann kaldan. Það síðasta sem maður sá var hvar vinstri vængur kom í veg fyrir linsuna. Dróninn fór á hvolf og svo sá maður bara svart.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »