Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010.

Flugmaðurinn lést 7. mars sl. og tók þá dánarbúið við aðild að dómsmálinu.

Manninum var sagt upp störfum í kjölfar meintra brota á starfsskyldum en hann var sagður hafa verið drukkinn og viðhaft kynferðislega áreitni og ógnandi tilburði í flugi á heimleið frá Kaupmannahöfn eftir að hafa lokið fraktverkefni í Belgíu.

Ferðaðist hann sem almennur farþegi um borð í vél Icelandair.

Starfsráð komst að þeirri niðurstöðu í september að hegðun flugmannsins og framkoma hefði falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og að brotin feldu í sér heimild til handa Icelandair til að víkja manninum úr starfi.

Þá tilkynnti Flugmálastjórn Íslands manninum viku síðar, 7. október 2010, að á grundvelli læknisvottorðs sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum um að maðurinn sýndi einkenni járnofhleðslu, uppfyllti hann ekki kröfur sem gerðar væru til 1. fl. heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna.

Hæstiréttur komst að hins vegar að þeirri niðurstöðu 13. febrúar 2013 að riftunin á ráðningarsamningi flugmannsins hefði verið ólögmæt.

Dóminum þótti ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér með þeim hætti að ekki sæmdi stöðu hans. Þótt sýnt hefði verið fram á að hegðun stefnanda hefði verið óviðeigandi þótti hún ekki hafa verið þess eðlis að réttlætt gæti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi. Hafi stefnda borið að veita stefnanda áminningu ef framganga hans í starfi gaf tilefni til þess áður en honum yrði sagt upp,“ segir í héraðsdóminum sem féll í júní 2016.

Í því máli sem Hæstiréttur dæmdi í dag fór maðurinn fram á greiðslur frá Icelandair sem miðuðu að því að „gera stefnanda sem líkast settan fjárhagslega og ef honum hefði ekki verið vikið ólöglega úr starfi.

Til að svo mætti verða bæri félaginu að greiða bætur sem jafngiltu „fullum launum stefnanda í veikindaforföllum í alls 13 mánuði, frá 1. október 2010 til 31. október 2011 að telja, og bætur er jafngildi óskertri tryggingafjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna, hvoru tveggja í samræmi við kjarasamninga milli FÍA og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011.“

Maðurinn taldi að lýst tjón bæri „í öllum tilvikum að telja sennilega afleiðingu af hinni saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda.

Icelandair byggði kröfu sína um sýknu á því að maðurinn ætti enga fjárkröfu á hendur sér. Var því m.a. mótmælt að Hæstiréttur hefði alfarið hreinsað manninn með þeim hætti að félagið hefði ekki mátt segja honum upp strafi með greiðslu þriggja mánaða uppsagnarfrests. Þá væri það „meginregla í skaðabótarétti að sá sem krefjist bóta með réttmætum hætti eigi ekki að hagnast á tjóni sínu heldur að fá raunverulegt tjón bætt.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í júní að með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar frá 2013 hefði því verið slegið á föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hefðu ekki gilt í umræddri heimferð frá Kaupmannahöfn og maðurinn því engar skyldur borið í henni. Þá hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði neytt áfengis í óhófi. Enn fremur hefði Icelandair aldrei veitt manninum áminningu. Félagið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði um að skilyrði væru til að segja manninum upp.

Þar sem Icelandair mótmælti ekki tölulegum útreikningi kröfu mannsins var hún tekin til greina eins og hún var sett fram og félagið dæmt til að greiða dánarbúi mannsins 68,8 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum og 2 milljónir í málskostað.

mbl.is

Innlent »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »
Stimplar
...
Sumardekk 15 tommu
Ágætis sumardekk til sölu. 195/60R15 Verðhugmynd 22. þús Hægt að hafa sam...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...