Mikil fjárfesting í Mýrdal

Nýja verslunarmiðstöðin stendur nærri stórbrotnu landslagi.
Nýja verslunarmiðstöðin stendur nærri stórbrotnu landslagi. Ljósmynd/Þórir Níels Kjartansson

Í dag verður formlega tekin í notkun ný verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal sem fyrirtækið Icewear hefur reist. Byggir hún í grunninn á eldra húsnæði þar sem fyrirtækið hefur m.a. rekið prjónastofu og verslun um árabil.

Auk þess rekstrar er í húsinu rekið veitingahús og þá hefur Krónan einnig opnað þarna svokallaðan KR Supermarket. Innan skamms verður einnig opnað kaffihús í byggingunni. Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, segir að enn standi yfir samningaviðræður við öflug þjónustufyrirtæki um að þau hefji starfsemi í húsinu en þau mál skýrist á næstunni.

Þá er í húsinu einnig góð aðstaða fyrir ferðamenn og þjónustuaðila þeirra, m.a. mjög góð salernisaðstaða og hvíldarrými fyrir ökumenn langferðabifreiða og leiðsögumenn, að því er fram kemur í umfjöllun um nýju verslunarmiðstöðina í Vík í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert