„Ekki bara hægt að benda á Costco“

„Bensínmarkaðurinn hefur breyst mikið undanfarið. Koma Costco á markaðinn hafði vissulega mikil áhrif en það er samt ekki bara hægt að benda á Costco, þessi þróun er í raun sambærilega þróuninni á Norðurlöndunum þar sem sjálfsafgreiðsla hefur aukist mikið og neytendur líta fyrst og fremst á verðið fremur en þjónustuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, sem telur mikilvægt að draga lærdóm af komu Costco og reyna að aðlagast í samræmi við það. 

Í morgun var tilkynnt að 29 manns hefði verið sagt upp hjá Skeljungi en samhliða því var ákveðið að leggja vörumerkið Skeljung niður. „Að okkar mati höfum við verið að nota bestu staðsetningarnar okkar fyrir Skeljungsstöðvar en Orkan er sterkasta vörumerkið okkar. Orkan býður upp á það sem Íslendingum líkar betur, lægra verð og minni þjónustu, þannig að ég fæ ekki séð af hverju við ættum að nota bestu staðsetningarnar undir bensínstöðvar sem eru ekki þær vinsælustu. Þar af leiðandi er rökrétt að breyta öllum afgreiðslustöðum Skeljungs í Orkuna og ég tel að það muni verða fyrirtækinu til góðs til framtíðar,“ segir Hendrik. 

Að sögn Hendriks störfuðu tuttugu þeirra sem sagt var upp störfum í morgun á afgreiðslustöðvum Skeljungs, en alls 29 manns var sagt upp í morgun. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að segja upp starfsfólki en þessar aðgerðir eru nauðsynlegar og skynsamleg ákvörðun fyrir fyrirtækið. Við munum halda áfram að leita leiða til að styrkja fyrirtækið og gera það arðbærara til framtíðar.“

Of margar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Hendrik segir allt of margar bensínstöðvar vera á höfuðborgarsvæðinu og telur svæðið í raun of-þjónustað. „Við erum með allt of margar bensínstöðvar og ég veit að borgaryfirvöld eru sammála mér um það. Í Reykjavík er ein bensínstöð fyrir um það bil 2.700 manns en til samanburðar er ein bensínstöð fyrir hverja 5.700 manns í Þýskalandi.'“

Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm
Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum enn að vinna á fullu að því að greina markaðinn og staðsetningar stöðvanna, en ég tel það alveg ljóst að í náinni framtíð muni markaðurinn breytast þannig að það verði lögð mun meiri áhersla á verðið sem þýðir einfaldlega að það verði fleiri sjálfsafgreiðslustöðvar. Það hefur orðið mikil fækkun á fólki sem er tilbúið að borga premium verð fyrir premium þjónustu,“ segir Hendrik. 

Spurður um það hversu stóran þátt hann telji Costco eiga í því að 29 manns hafi verið sagt upp og vörumerkið Skeljungur verði lagt niður segir Hendrik klárt mál að sá þáttur hafi verið stór. „Costco er samt sem áður ekki ástæðan fyrir öllu sem gerist á markaðnum. Við tókum stefnumótandi ákvörðun og í kjölfar hennar verður Skeljungur léttari á fæti. Við erum að breyta Skeljung í Orkuna af því að við teljum að það sé rétt og arðbær ákvörðun til framtíðar auk þess sem hún kemur til móts við þarfir neytenda. Costco áhrifin eru auðvitað staðreynd, það er ekki hægt að neita fyrir það, en Costco höfðu engin útslitaáhrif á þessa ákvörðun, við þurfum einfaldlega að aðlagast breyttu umhverfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...