Kynsjúkdómar fylgja kæruleysi í kynlífi

Vekja þarf fólk til vitundar um að nota verjur í ...
Vekja þarf fólk til vitundar um að nota verjur í kynlífi. AFP

Auka þarf fræðslu um kynsjúkdóma og aðgengi að greiningaprófum til að reyna að sporna við mikilli aukningu kynsjúkdóma hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis.

Í grein eftir Þórólf sem birtist nýverið í Læknablaðinu kemur fram að á árinu 2016 greindust 27 einstaklingar á hverja 100.000 íbúa, eða alls 89 manns, með lekanda en árin í kringum 1990 greindust aðeins um tveir einstaklingar á ári með sjúkdóminn. Sama þróun hefur átt sér stað með sárasótt en árið 2016 greindust 33 með sárasótt og búist er við að sú tala tvöfaldi sig á þessu ári. Flestir þeirra sem greinast með lekanda og sárasótt í dag eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Á árinu 2016 greindust 28 manns með HIV hér á landi og höfðu ekki fleiri greinst á einu ári síðan faraldurinn hófst. Um þriðjungur þeirra sem greinast með HIV-sýkingu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, þriðjungur gagnkynhneigður og þriðjungur sprautufíklar. Um 2000 manns, flestir á aldrinum 15 til 25 ára, greinast árlega með klamydíu. Nýgengi klamydíu hérlendis er með því hæsta sem þekkist í Evrópu.

Verulegt áhyggjuefni

Erfitt er að segja til um ástæðuna fyrir aukningu kynsjúkdóma en um marga samspilandi þætti er að ræða, eins og vaxandi kæruleysi í kynlífi, skort á notkun smokka, vaxandi fjölda dvalarleyfisumsækjenda og mikinn fjölda ferðalaga Íslendinga erlendis, eins og Þórólfur bendir á í grein sinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hann segir þessa aukningu verulegt áhyggjuefni og að við gætum farið að sjá allskonar birtingarmyndir þessara sjúkdóma sem við viljum ekki sjá. „Allir þessir sjúkdómar eru alvarlegir. Ef þungaðar konur smitast af sárasótt getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstrið,“ segir Þórólfur. Það er hægt að fæðast með sárasótt og HIV. Sárasótt og lekandi geta líka valdið alvarlegum aukaverkunum.

„Til að fólk breyti rétt og passi sig betur í kynlífi þarf að auka fræðslu bæði fyrir ungmenni og þá sem eru í áhættuhópum. Það er líka spurning um aukið aðgengi að greiningarprófum, að við stöndum okkur betur í að reyna að greina þá sem eru í áhættu eða sýktir,“ segir Þórólfur. „Ég held að menn þurfi að líta á lausnina til lengri tíma heldur en í einu átaki. Það þarf að koma til hugarfarsbreyting. Einn af þeim þáttum sem hefur verið bent á hér á landi og erlendis og skýrir þessa aukningu, og skýrir það af hverju fólk er orðið kærulausara í kynlífi, er að það er komin góð lyfjameðferð við HIV-sjúkdómnum sem heldur honum mjög vel niðri. Á meðan menn voru mjög hræddir við HIV pössuðu þeir sig en með betri meðferð verða menn kærulausari og þá blossa hinir sjúkdómarnir upp.“

Bíða nýs ráðherra

Heilbrigðisráðherra skipaði fyrr á árinu starfshóp sem fékk það verkefni að koma með tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og mun hópurinn væntanlega skila tillögum sínum á næstunni, að sögn Þórólfs sem situr í hópnum. „Ég er ekki viss um að við skilum þessari skýrslu fyrr en það er kominn nýr heilbrigðisráðherra. Það þarf að fylgja henni eftir af fullum þunga og það er hlutverk stjórnvalda.“

Ein milljón smita daglega

Aukning á kynsjúkdómum er alþjóðleg þróun, að sögn Þórólfs og hefur Ísland verið á svipuðu róli í tíðni kynsjúkdóma og hin Norðurlöndin.

Í grein Þórólfs í Læknablaðinu segir; „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um ein milljón einstaklinga í heiminum öllum fái kynsjúkdóm á hverjum degi og þar af eru flestar sýkinganna einkennalausar eða einkennalitlar. Um 30 sýklar (bakteríur, veirur og sníkjudýr) geta smitast með kynmökum en flestar sýkingarnar eru af völdum sárasóttar, lekanda, klamydíu, lifrarbólgu B, HIV, HPV, herpes simplex og/eða trichomonas. Af þeim er talið að árlega greinist 131 milljón einstaklinga með klamydíu, 78 milljónir með lekanda, 5,6 milljónir með sárasótt og 143 milljónir með trichomonas.“

Innlent »

Nemendur stjórna mætingu í skólann

05:30 Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ráða sjálfir hversu mikið þeir mæta í skólann upp að vissu marki. Fari fjarvistir yfir það er litið svo á að nemandi hafi sagt sig úr náminu. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

05:30 Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »

Mikill áhugi á íslensku leiðinni

05:30 Grasrótin er að vakna varðandi leit að lækningu við mænuskaða og betri umönnun mænuskaddaðra, að sögn Auðar Guðjónsdóttur, stjórnarformanns Mænuskaðastofnunar Íslands. Meira »

Ný steinkápa á kirkjuna

05:30 Minjastofnun hefur úthlutað 2,5 milljónum króna til viðgerða á Akureyrarkirkju, en setja þarf nýja steiningu á suður- og austurhlið hennar eftir skemmdarverk sem unnin voru á guðshúsinu að næturlagi 4. janúar á síðasta ári. Meira »

Sjoppurekstur skilar litlu

05:30 Ekki er eftir miklum tekjum að slægjast í rekstri smáverslana olíufélaganna. Þetta er mat Snorra Jakobssonar, ráðgjafa hjá Capacent, eftir athugun á síðasta ársreikningi olíufélagsins Skeljungs. Olíufélögin reka smáverslanir á stöðvum sínum um land allt. Meira »

Hilda Jana leiðir lista Samfylkingar

Í gær, 23:26 Hilda Jana Gísladóttir fjölmiðlakona leiðir framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem var samþykktur einróma á aðalfundi félagsins í kvöld. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda

Í gær, 23:08 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Reykjavegar og Kirkjuteigs um hálftíuleytið í kvöld.  Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun

Í gær, 23:16 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Féll úr stiga en fær engar bætur

Í gær, 22:27 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu fyrrverandi nemanda Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem féll þrjá metra niður úr stiga og lenti á malbiki við vinnu á kennslusvæði skólans við Hraunberg í Breiðholti. Meira »

Fær að sjá samræmd próf dóttur sinnar

Í gær, 22:15 Menntamálastofnun þarf að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausnum stúlkunnar í íslensku og stærðfræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem var kveðinn upp í síðustu viku. Meira »

Verkin rokseldust á góðu verði

Í gær, 21:26 Níu myndlistaverk sem boðin voru upp á uppboði Gallerí Foldar í kvöld seldust á milljón krónur og yfir. Jóhann Ágúst Hansen uppboðsstjóri finnur fyrir uppsveiflu í efnahag þjóðarinnar og segir áhugann mikinn. Dýrasta verkið eftir Þorvald Skúlason seldist á 2,7 milljónir króna við hamarshögg. Meira »

Hafa áhyggjur af þröngum skilyrðum

Í gær, 21:10 Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum sínum af gildistöku nýrrar reglugerðar sem þrengir að túlkun á því hvaða umsækjendum um alþjóðlega vernd séu taldir vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossinum. Meira »

Elísabet nýr formaður Stúdentaráðs

Í gær, 21:05 Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

Í gær, 20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

Í gær, 20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

Í gær, 20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

Í gær, 20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

Í gær, 19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...