Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Karl segir að enginn viti hvað átt hafi fyrr en ...
Karl segir að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hafi. AFP

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Skýrslan fjallar um sýklalyfjaónæmi í helstu bakteríum sem valda blóðsýkingum í löndum Evrópu og var gefin út á evrópskum degi vitundarvakningar um sýklalyf 14. nóvember.

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta lýðheilsuógn heimsins í dag og segir Karl það frábært að staðan á Íslandi sé svo góð. „Þá spyr maður sig hvers vegna staðan hjá okkur sé svona góð og hvort líklegt sé að hún verði svona áfram,“ segir Karl og að skýrslan komi á góðum tíma inn í umræðurnar í kringum dóm EFTA þess efnis að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti séu ólögmætar.

Notkun og ónæmi fylgist að

„Það sem helst veldur sýklalyfjaónæmi er náttúrulega notkun sýklalyfja. Hér nota menn meira af sýklalyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar, en samt er ónæmi minna hér en hjá hinum þjóðunum. Hvað alla Evrópu varðar erum við kannski um miðbikið í sýklalyfjanotkun, en erum samt með minna ónæmi.“ Karl segir Íslendinga skera sig úr hvað varðar sýklalyfjanotkun í landbúnaði. „Hér er sýklalyfjanotkun hjá dýrum einna lægst.“

Karl telur nokkrar ástæður mögulegar fyrir góðri stöðu Íslands hvað varðar sýklalyfjaónæmi. „Það gæti annars vegar verið einangrun landsins og þær hömlur sem settar hafa verið á innflutning á fersku kjöti og hins vegar þær aðgerðir sem eru viðhafðar í sýkingavörnum á sjúkrahúsunum.“

Karl G. Kristinsson vonast til að Ísland geti haldið sérstöðu ...
Karl G. Kristinsson vonast til að Ísland geti haldið sérstöðu sinni með minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það sem við erum að gera virðist skila árangri og hvers vegna ekki að reyna að viðhalda þessum góða árangri. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir Karl og að sjálfsögðu fylgi því ógn að heimila óheftan innflutning á fersku kjöti, og þá sérstaklega kjúklingum.

Áhættan aðallega tengd kjúklingum

„Áhættan er kannski ekki mikil tengd kjöti úr stórgripum, nema þá helst svínakjöti, en aðaláhættan er tengd kjúklingum. Slátrun kjúklinga gerir það að verkum að kjötið er mjög mengað af iðrabakteríum þeirra, svo sem kólíbakteríu, kampýlóbakteríu og salmónellu.“

„Að flytja inn kjúklinga t.d. frá löndum Suður-Evrópu, þar sem mjög mikið er notað af sýklalyfjum, eykur náttúrulega álagið hér og áhættuna á sýklalyfjaónæmi. Það skiptir verulega máli að geta meðhöndlað alvarlegar sýkingar á sjúkrahúsum og sýklalyfjaónæmi gerir slíka meðhöndlun mun erfiðari.“

Karl segir stöðuna vera í takt við það sem verið hefur undanfarin ár og vonast til að Ísland geti haldið sérstöðu sinni.

Aðaláhættuna segir Karl geta komið frá innfluttum kjúklingi.
Aðaláhættuna segir Karl geta komið frá innfluttum kjúklingi. Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Urðum fljótt að taka miðann niður

20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...