Fimm fluttir á slysadeild

Tveir fólksbílar úr gagnstæðum áttum skullu saman.
Tveir fólksbílar úr gagnstæðum áttum skullu saman. mbl.is/Eggert

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut um klukkan fimm í dag. Meiðsli eru talin minni háttar samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Tveir fólksbílar úr gagnstæðum áttum skullu saman.

Talsverðar umferðartafir eru við slysstað. Slysið varð við Krísuvíkurafleggjarann en þar er unnið að vegaframkvæmdum. Tafir verða á umferð eitthvað áfram þar sem enn er unnið á vettvangi meðal annars við hreinsunarstörf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert