110 ára húsi við Hverfisgötu breytt

Ætlunin er að reisa þriggja hæða hús á Hverfisgötu 41, …
Ætlunin er að reisa þriggja hæða hús á Hverfisgötu 41, auk kjallara. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi Hverfisgötu 41. Með auglýstri breytingu mun eitt elsta hús götunnar breyta um svip

Um leið fækkar smáum, bárujárnsklæddum timburhúsum sem einkennt hafa Hverfisgötuna. Samkvæmt fasteignaskrá var húsið byggt 1908. Þar eru skráðar fjórar íbúðir, 21-91 fermetri, alls 224 ferm.

Fram kemur í auglýstri tillögu að í breytingunni „felst m.a. að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, íbúðum fjölgað um þrjár í húsinu, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og komið fyrir svölum á norðurhlið hússins“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert