Leiðsöguhundur veitir frelsi

Lilja Sveinsdóttir segir Oliver vera mikilvægan hluta af lífi sínu, …
Lilja Sveinsdóttir segir Oliver vera mikilvægan hluta af lífi sínu, hann veiti henni frelsi til að ferðast og þá sé hann líka skemmtilegur félagsskapur. Lilja er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins. mbl.is/​Hari

„Að vera með leiðsöguhund er frelsi,“ segir Lilja Sveinsdóttir, formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.

Lilja fékk sinn fyrsta leiðsöguhund, tíkina Asitu, árið 2008 en fyrir þremur árum settist Asita í helgan stein og þá fékk Lilja rakkann Oliver. Hún segir hundana hafa breytt lífi sínu.

„Það fylgir mikið frelsi því að vera með leiðsöguhund. Frelsi til að geta farið í strætó og ferðast um eða að fara ein út í búð. Ég geng líka hraðar með hund en bara með staf og þá fæ ég almennilega hreyfingu. Ég þarf að treysta á hundinn. Þegar ég fer út að labba hverfa oft kennileitin og ég sé ekkert í myrkri en hundurinn stoppar alltaf á gatnamótum," segir Lilja í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Lilju Sveinsdóttur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert