Breiðfylking um lambakjötið

Unnið er að margvíslegu þróunarstarfi með íslenska lambakjötið undir forystu …
Unnið er að margvíslegu þróunarstarfi með íslenska lambakjötið undir forystu Svavars Halldórssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sauðfjárbændur ætla á næstunni að fá meistarakokk, matgæðinga og fleiri til liðs við sig til þess að þróa nýjar vörur úr lambaframpörtum. Farið var í svipað verkefni í fyrra með læri og úr því varð til vörulína sem nú fæst í verslunum.

Með því að skera og matbúa stykkin öðruvísi en tíðkast hefur og skapa með því hugsanlega nýjar hefðir er hugsunin að nýta afurðirnar betur og auka verðmætasköpun.

„Lambakjötið á mikla möguleika og sá kraftur sem við settum í markaðsstarfið fyrir tveimur árum hefur miklu skilað. Við höldum því ótrauð áfram,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður markaðsstofunnar Icelandic Lamb.

Sjá viðtal við Svavar Halldórsson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert