Skortur á samráði tafði lokun flugbrautar

Undirbúningur lokunar flugbrautar 06/24 hófst í lok árs 2013 þegar ...
Undirbúningur lokunar flugbrautar 06/24 hófst í lok árs 2013 þegar innanríkisráðherra fól Isavia ehf. umsjón með verkinu. Því verkefni lauk endanlega í desember í fyrra þegar Samgöngustofa vottaði Reykjavíkur­flugvöll sem tveggja brauta völl. mbl.is/Rax

Annmarkar á stjórnsýslu Isavia ohf. og Samgöngustofu og einhliða ákvarðanir innanríkis­ráðherra sköpuðu óvissu og töfðu varanlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Að auki hafði þetta nokkurn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð sem erfitt er að meta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórn­sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun flugbrautarinnar sem gerð var að beiðni stjórn­skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Undirbúningur lokunar flugbrautar 06/24 hófst í lok árs 2013 þegar innanríkisráðherra fól Isavia ehf. umsjón með verkinu. Því verkefni lauk endanlega 22. desember 2017 þegar Samgöngustofa vottaði Reykjavíkur­flugvöll sem tveggja brauta völl, þ.e. án flug­brautar 06/24.

Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að stofnunin telur einkum þrjár ástæður fyrir því að lokun brautarinnar tók jafn langan tíma og raun ber vitni.

„Í fyrsta lagi tók innanríkisráðherra strax í desember 2013 einhliða ákvörðun um að flugbrautinni yrði ekki lokað fyrr en tillögur stýrihóps um rekstur flugvallar á höfuðborgarsvæðinu lægju fyrir. Þeim var skilað í júní 2015. Í öðru lagi hafði nýr innanríkisráðherra aðra pólitíska afstöðu til flug­brautarinnar en forveri hans og taldi skriflegt samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar ekki skuldbindandi fyrir ríkið. Niðurstaða fékkst í því máli með dómi Hæstaréttar í júní 2016 þar sem samkomulagið var talið fela í sér skuldbindandi stjórnvaldsákvörðun sem innanríkisráðherra hefði verið bær að taka. Þar sem báðar þessar ástæður fela í sér pólitíska ákvörðun ráðherra telur Ríkisendurskoðun ekki við hæfi að taka afstöðu til þeirra eða meta hugsanlegar afleiðingar þeirra,“ segir í tilkynningu.

Í þriðja lagi segir í úttektinni að lokun flugbrautarinnar hafi tafist vegna vankanta á stjórnsýslu Isavia ohf. og Samgöngu­stofu eftir dóm Hæstaréttar. „Þessir vankantar lutu einkum að skorti á formlegu samráði um þá verkferla sem lög og reglur kveða á um að fylgja beri við slíkar breyt­ingar á flug­völlum,“ segir í tilkynningu.

Samgöngustofa og Isavia hvött til að efla samskiptin

Í stjórnsýsluúttektinni eru samgöngustofa og Isavia ohf. hvött til að efla formleg samskipti sín á milli og tryggja sameiginlegan skilning á verkferlum. „Ríkis­endurskoðun telur mikilvægt að þessi mál séu færð til betri vegar, enda gæti reynt á þau komi til fyrirhugaðra breytinga á flugvallarkerfi Reykjavíkurflug­vallar,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Þá telur Ríkisendurskoðun einnig að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þurfi að efla eftirlit sitt með verkefnum undirstofnana sinna og fylgja því eftir að verkefni sem þeim eru falin séu unnin eftir réttum verkferlum. „Formlegri og markvissari samskipti má einnig tryggja með því að efna betur ákvæði þjónustusamnings ráðuneytisins við Isavia ohf.“

Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið að lokum til að marka stefnu um flug­vallar­rekstur á höfuðborgarsvæðinu og halda áfram viðræðum við Reykjavíkurborg um þann rekstur. „Vert er að geta þess að Reykjavíkurborg áformar að núverandi flugvöllur víki í áföngum fram til ársins 2024. Lokun flugbrautar 06/24 var einungis fyrsti áfanginn í þeirri áætlun.“

mbl.is

Innlent »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

Í gær, 19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

Í gær, 18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

Í gær, 17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

Í gær, 17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

Í gær, 16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

Í gær, 16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

Í gær, 15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

Í gær, 15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

Í gær, 15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Í gær, 15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
NP
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...