Fari aftur af stað eftir 3-4 ár

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum í raun og veru tilbúin að auka arðgreiðslur í skrefum,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á blaðamannafundi í dag þar sem uppgjör vegna ársins 2017 var kynnt. Það væri að sjálfsögðu eigandinn sem réði ferðinni í þeim efnum, það er ríkið, og það færi einnig eftir því hvenær fyrirhugaður þjóðarsjóður tæki til starfa.

Rekstur Landsvirkjunar gekk mjög vel á síðasta ári, en þá varð mesta orkusala í sögu fyrirtækisins á einu áriog fimm stöðvar slógu vinnslumet. Hagnaður fyrir óinnleysta liði hefur heldur aldrei verið hærri og tekjurnar aldrei verið hærri. Hörður sagði ástæðuna ekki síst þá að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar hefðu verið að fullnýta samninga sína. Það endurspeglaði um leið ágæt viðskiptakjör á þeirra mörkuðum og gott gengi í rekstri þeirra.

Hörður sagði framleiðsluna á síðasta ári hafa verið mjög nálægt afkastagetu Landsvirkjunar. Það byggðist á því að rekstur fyrirtækisins gengi vel sem hefði verið raunin á síðasta ári sem sýndi sig í vinnslumetum fimm stöðva. Aðrar stöðvar hefðu að sama skapi verið að ganga vel. þannig hefði nýtingarhlutfall elstu stöðvarinnar, Ljósafossstöðvar, verið 97,5%.

Ekki heppilegur tími fyrir framkvæmdir núna

Miklu framkvæmdatímabili lýkur í sumar þegar lokið verður við Þeistareykjastöð og Búrfell II. Það þýddi að hægt yrði að leggja enn meiri áherslu á að greiða niður skuldir með því fjármagni sem annars hefði farið í fjárfestingar. Aðspurður sagði Hörður að undirbúningur fyrir frekari framkvæmdir væru í undirbúningi en engin ákvörðun hefði verið tekin í þeim efnum. Fara þyrfti aftur af stað með framkvæmdir að hans mati eftir 3-4 ár.

Hörður sagði það henta Landsvirkjun ágætlega að taka einhvern tíma í að einbeita sér að því greiða niður skuldir og styrkja þannig stöðu fyrirtækisins enn frekar. Tíminn núna væri heldur ekki endilega heppilegur til þess að fara í framkvæmdir vegna þenslu, hvorki fyrir Landsvirkjun né samfélagið. Vegna kostnaðar myndi fyrirtækið þurfa að fara þyrfti fram á umtalsvert hærra verð frá viðskiptavinum ef útboð færi fram núna.

Hörður sagði Landsvirkjun sjá margt jákvætt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ekki síst orkustefnu til framtíðar sem vonandi skapaði meiri sátt í þeim efnum. Hann fagnaði einnig áformum um fyrirhugaðan þjóðarsjóð. Lagði hann einnig áherslu á að staða heilsölumarkaðarins yrði tryggð í orkustefnunni. Sagðist hann vona að stefnan lægi fyrir sem fyrst.

mbl.is

Innlent »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra að stíga til hliðar meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »