Fimm í úrslit í Kokki ársins

Frá vinstri: Þorsteinn Geir Kristinsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Iðunn Sigurðardóttir, …
Frá vinstri: Þorsteinn Geir Kristinsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Iðunn Sigurðardóttir, Bjartur Elí Friðþjófsson og Garðar Kári Garðarsson. Ljósmynd/Aðsend

Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag.

Þeir sem komust áfram í úrslitin eru: Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm, Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum, Sigurjón Bragi Geirsson, Garra, og Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu.

Úrslitakeppnin fer fram í Flóa í Hörpu. Keppendur elda þrigga rétta matseðil úr svokallaðir leynikörfu.

Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Eftir kl. 18 er einungis opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á viðburðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert