Margir sem hafa skorað á Harald

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norðvestur-kjördæmis, að bjóða sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk.

„Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað á mig að bjóða mig fram í varaformennskuna í flokknum,“ segir Haraldur í Morgunblaðinu í dag, „og eina svarið sem ég hef gefið er að ég hef lofað því að hugsa málið og ég ætla að taka mér þann tíma sem ég þarf í það.“

Haraldur segist ekki vera nálægt neinni ákvörðun enn. Fram til þessa hefur nafn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 5. þingmanns NV-kjördæmis, einkum verið í umræðunni, þegar rætt hefur verið um hver sé líklegasti kandídatinn í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »