Fastir veturgestir við Ísland

Hér sést hvert fuglinn fór 2016 (bláir punktar) og 2017 …
Hér sést hvert fuglinn fór 2016 (bláir punktar) og 2017 (rauðir punktar). Kort/SEATRACK

Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Hann er nokkuð algengur vetrargestur hér við land.

Kristján Hilmarsson fann dauðan haftyrðil í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum 5. janúar. Sá var merktur og búinn dægurrita, litlu tæki sem skráir sólargang sem nota má til að staðsetja fuglinn daglega.

Sunna Björk Ragnarsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðvesturlands, las af dægurritanum og sendi gögnin til Noregs þar sem unnið var úr þeim í tengslum við alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem nefnist SEATRACK. Gögn úr því verkefni sýndu, að haftyrðlar frá Bjarnarey færu víða til vetursetu.

Þessi tiltekni haftyrðill er merkilegur fyrir að hann var var fangaður aftur í fyrrasumar og skipt um dægurrita. Þess vegna eru til upplýsingar um ferðir hans frá sumrinu 2016 og til dauðadags, að því er fram kemur í umfjöllun um haftyrðil þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert