Boðið á ný til Noregs

Börn frá Vestmannaeyjum sem fengu boðsferð til Noregs á Fornebu-flugvelli …
Börn frá Vestmannaeyjum sem fengu boðsferð til Noregs á Fornebu-flugvelli í Ósló 12. júní 1973. Ljósmynd birt í Morgunblaðinu 13. júní 1973.

Í kjölfar eldgossins á Heimaey var 910 börnum frá Vestmannaeyjum boðið til Noregs í tvær vikur sumarið 1973.

Í sumar eru liðin 45 ár frá því að börnin fóru til Noregs og býður Íslendingafélagið í Noregi öllu þessu fólki að hittast á ný í Íslendingahúsinu við Norefjell hinn 9. júní í sumar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í lok mars 1973 var tilkynnt að Islandsk samband, Íslendingafélagið og Rauði kross Noregs myndu bjóða börnum úr Vestmannaeyjum til Noregs. Flugfélag Íslands og Loftleiðir sáu um að flytja börnin milli landanna og lenti fyrsti hópurinn á Fornebu-flugvelli 12. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »