Jáeindaskanninn af stað innan skamms

Fyrsta skóflustungan að húsnæði undir jáeindaskannann var tekin fyrir rúmum ...
Fyrsta skóflustungan að húsnæði undir jáeindaskannann var tekin fyrir rúmum tveimur árum. mbl.is/Styrmir Kári

Samkvæmt Pétri Hannessyni, yfirlækni á röntgendeild Landspítalans, má vænta þess að starfsemi jáeindaskannans, sem Íslensk erfðagreining ákvað að kaupa fyrir spítalann árið 2015, geti farið af stað „innan skamms.“

Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir því að taka mætti tækið í notkun um miðjan september árið 2016, en þær hafa ekki staðist, né heldur áætlanir sem gerðu ráð fyrir því að skanninn yrði tekinn í notkun síðasta haust og janúarmánuði síðastliðnum.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því í samtali við DV um helgina að hann væri pirraður yfir því hve lengi verkið hefði dregist.

„Af og til spyr ég um þetta, því mér finnst þetta vera orðinn mjög langur tími. Eiginlega alveg ótrúlega langur og mér finnst þetta með algjörum ólíkindum. Ég hélt að þetta yrði komið í notkun fyrir ári eða um það bil,“ sagði Kári við DV.

Þurfa vottun frá Lyfjastofnun til framleiðslu merkiefna

Í svari Péturs við fyrirspurn mbl.is um stöðuna á gangsetningu jáeindaskannans segir að öllum undirbúningi eigi að vera lokið um miðjan marsmánuð og að óskað hafi verið eftir úttekt Lyfjastofnunar, sem þarf að veita leyfi sitt til þess að unnt verði að rannsaka sjúklinga í tækinu.

Það er vegna þess að sjúklingum sem er fara í jáeindaskannann er gefið geislavirkt lyf, svokallað merkiefni, sem framleitt er á Landspítalanum. Framleiðsla merkiefna eins og hér um ræðir hefur ekki verið til í landinu áður og að sögn Péturs hefur starfsfólk fengið ítarlega þjálfun í þeim efnum.

„Lyfjaframleiðslan fer fram samkvæmt ítrustu stöðlum þar sem hvert skref þarf að vera vottað. Fyrir framleiðsluna þarf umfangsmikinn háþróaðan tækjabúnað sem er stærsti hluti fjárfestingarinnar vegna þessa verkefnis,“ segir í svari Péturs.

Pétur segir um það bil 250 sjúklinga hafa farið erlendis til rannsókna í jáeindaskanna á síðasta ári, en gera megi ráð fyrir því að töluvert fleiri sjúklingar geti nýtt sér meðferðina er hún verður aðgengileg hér á landi.

„Þar sem að um nýja rannsóknaraðferð er að ræða mun taka einhvern tíma þar til hún er komin í fulla notkun en miðað við notkun tækninnar í nágrannalöndum okkar ætti skanninn að duga til að framkvæma þær rannsóknir sem þörf er á á næstu árum,“ segir Pétur.

Heildarkostnaður verkefnisins er 1.038 milljónir og stærsti hlutinn er gjöf Íslenskrar erfðagreiningar til íslensku þjóðarinnar, en hlutur spítalans er 188 milljónir króna.

mbl.is

Innlent »

Segir af sér sem formaður

09:15 Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), hefur sagt af sér sem formaður en hann segir verulegan meiningarmun vera á milli hans og forsvarsmanna VR. Meira »

Landsmönnum fjölgaði um 2,4%

09:00 Íbúum á Íslandi fjölgaði um 2,4% á síðasta ári en um áramót voru landsmenn 356.991 og hafði þá fjölgað um 8.541 frá sama tíma árið áður eða um 2,4%. Hlutfallslega var mest fjölgun á Suðurnesjum eða 5,2%. Aftur á móti fækkar íbúum á Norðurlandi eystra. Meira »

Vetrarfærð á Vesturlandi

08:21 Vetrarfærð og éljagangur víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu og frekar hvasst, segir í færslu Vegagerðarinnar á Twitter. Meira »

Íslenskt prjónafólk fjölmennir til Edinborgar

08:18 Nærri 400 manns frá Íslandi – að stærstum hluta konur – eru nú komin til Skotlands á prjónahátíðina Edinburgh Yarn Festival . Um 3.000 manns taka þátt í hátíðinni sem haldin er árlega. Meira »

Bíður eftir hjartaaðgerð

07:57 Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði. Meira »

Virtu ekki lokanir og rétt sluppu við snjóflóð

07:48 Tveir erlendir ferðamenn leituðu eftir aðstoð lögreglunnar á Vestfjörðum á mánudag eftir að hafa lokast inni á milli snjóflóða. Höfðu mennirnir virt veglokanir að vettugi. Þeim var bjargað en gert að greiða sekt. Meira »

Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli

07:37 „Þetta mjakast áfram,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um vegtengingu frá Odda á Rangárvöllum yfir á Bakkabæjaveg með brú yfir Þverá. Meira »

Lítur fjarvistir alvarlegum augum

07:14 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lítur á það mjög alvarlegum augum að fjarvistir barna úr skólum komi niður á námi barna. Vísar hún þar til ummæla skólastjórnenda um að foreldrar óski oftar eftir leyfum fyrir börn sín frá skóla. Meira »

Vonandi stutt í vorið

06:50 Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu og vafasamt ferðaveður þar, segir á vef Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur vonast til þess að það sé stutt í vorið en gul viðvörun er í gildi bæði við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Viðvörunin gildir til klukkan 6 í fyrramálið. Meira »

Skildi eftir lykla og fjarstýringu

06:13 Kona sem var á göngu með hundinn sinn í nótt í Grafarvoginum sá til manns sem hljóp í burtu er hann varð hennar var og ók síðan á brott en skildi efir lykla og fjarstýringu. Meira »

Óvissa um flotamál Icelandair

05:30 Icelandair þarf að fara í góða og hraða endurnýjun á flota sínum að mati Sveins Þórarinssonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. Meira »

Heli Austria umsvifamikið í þyrlufluginu

05:30 Stærsta þyrlufyrirtæki Austurríkis, Heli Austria, eykur nú umsvif sín hér á landi, bæði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaganum og í almennu útsýnis- og leiguflugi um land allt. Meira »

Aðeins önnur hliðin birst

05:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir umboðsmann Alþingis hafa borið bankann þungum sökum í tengslum við starfsemi gjaldeyriseftirlits bankans en að þeim verði svarað ítarlega frammi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Varað við holum í malbiki á Hellisheiði

05:30 Vegfarendur um Hellisheiði ættu að varast holur sem hafa myndast í vegum þar að undanförnu. Holur koma gjarnan í ljós í malbiki á þessum árstíma, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum landsins. Meira »

800 milljónir tapast í Eyjum

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar telur ekki nauðsynlegt að svo stöddu að taka upp fjárhagsáætlun ársins 2019 þrátt fyrir loðnubrest þar sem áætla megi að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um rúmar 90 milljónir. Meira »

Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð

05:30 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, leitaðist eftir því fyrr í þessari viku að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna útistandandi skulda samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Meira »

Skoði að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“

Í gær, 22:20 Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að vísa tillögum Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaáætlun í loftgæðamálum til umhverfis- og heilbrigðisráðs til frekari útfærslu. Skoða á meðal annars að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“, auka þvott gatna og nýta affallsvatn til upphitunar göngustíga. Meira »

Ekki vaktaður þrátt fyrir nauðungarvistun

Í gær, 21:42 Ungur maður sem var nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans í ágúst 2017 og metinn í sjálfsvígshættu af geðlækni var látinn afskiptalaus í allt að þrjár klukkustundir, þrátt fyrir að líta hefði átt til með honum á minnst kortérs fresti. Ungi maðurinn svipti sig lífi á Landspítalanum. Meira »

90 milljónir til lýðheilsuverkefna

Í gær, 21:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag tæpum 90 milljónum króna úr lýðheilsusjóði til fjölbreyttra verkefna og rannsókna um allt land. Alls hlutu 172 verkefni á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar, tannverndar og áfengis-, vímu- og tóbaksvarna styrki að þessu sinni. Meira »