Blóðskimun til bjargar fékk Áruna

Tilgangur rannsóknarinnar var leggja mat á hvort fýsilegt sé að …
Tilgangur rannsóknarinnar var leggja mat á hvort fýsilegt sé að skima fyrir frostigi mergæxlis, sem er tegund krabbameins

Kynningarherferðin Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hlaut í dag Áruna, verðlaun ÍMARK fyrir árangursríkustu herferð ársins. 

Herferðin var unnin af auglýsingastofunni Hvíta húsinu í samvinnu við almannatengslafyrirtækið Aton og aðstandendur rannsóknarinnar, Sigurð Yngva Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum, Háskóla Íslands og Landspítalann. Um er að ræða mikinn heiður fyrir Hvíta húsið enda er Áran „merkilegustu verðlaun sem ÍMARK veitir“ eins og stjórnarmaður ÍMARK, Hreiðar Þór Jónsson, orðaði það við verðlaunaafhendinguna fyrr í dag. 

Rannsókn Sigurðar Yngva er sú umfangsmesta sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Tilgangur hennar er að leggja mat á hvort fýsilegt sé að skima fyrir forstigi mergæxlis, sem er tegund krabbameins. Forsenda þess að ráðist yrði í rannsóknina var að um 70.000 Íslendinga, 40 ára og eldri, gæfu samþykki fyrir þátttöku. Það var því mikið í húfi að herferðin skilaði árangri. Þegar upp var staðið höfðu ríflega 80.000 manns veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku, eða um 55% markhópsins, sem er einsdæmi á heimsvísu hvað varðar rannsóknir af þessu tagi.

„Við erum hæstánægð með þetta samstarf og himinlifandi yfir árangrinum,“ segir Sigurður Yngvi. „Samstarfið var mjög þétt og faglegt, og ein ástæða þess að okkur tókst svona vel upp er hvað mikið var lagt í undirbúning herferðarinnar, vel fylgst með hvernig gengi og hvað tókst að bregðast hratt og vel við og stilla herferðina af til að ná til sem flestra.“

Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Hvíta húsið vinnur Áruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert