Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.
Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun. fergregory,Thinkstock

Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Spurði Oddný m.a. hvernig eftirliti með plastögnum í neysluvatni og drykkjar- og matvælaumbúðum væri háttað, sem og með hvaða hætti er fylgst með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið.

Fram kom í svörum ráðherra að ekki hafi til þessa þótt vera tilefni til eftirlits með plastögnum í íslensku neysluvatni. Í ljósi niðurstaðna vefmiðilsins Orb Media hafi Veitur hins vegar ráðist í rannsókn á því hvort plastagnir fyndust í neysluvatni á Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður þeirra rannsóknar bendi til þess að 0,1–0,2 agnir finnist í hverjum hálfum lítra vatns. Það sé töluvert lægra en mældist í rannsókn Orb Media, en 4,8 agnir mældust að jafnaði í hálfum lítra neysluvatns í Bandaríkjunum og 1,9 agnir í Evrópu. 

Falla í flokk svifryks

Það eru Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun sem hafa eftirlit með notkun matvælaumbúða og fylgja þar reglugerðum Evrópusambandsins. Umbúðir eru einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru þegar eftirlitsmenn Matvælastofnunar fara í framleiðslufyrirtæki, s.s. matvælavinnslur, en það er Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem beri ábyrgð á áhættugreiningu efna sem nota skuli í hluti sem komst í snertingu við matvæli. 

„Ekki er sérstakt eftirlit með plastögnum úr umbúðum,“ segir í svarinu. „En samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru plastagnir ekki vandamál varðandi umbúðir meðan þær gegna hlutverki sínu. Þegar þær fara síðan að brotna niður myndast plastagnir.“ 

Spurningunni um það með hvaða hætti fylgst sé með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið og hvernig eftirliti með plastögnum í andrúmslofti sé háttað sagði í svörum ráðherra að plastagnir falli í flokk svifryks og að svifrykið sé vaktað.

Ýmsar vörur eru framleiddar úr plastefnum á Íslandi og starfsleyfis frá heilbrigðisnefnd viðkomandi sveitarfélags er krafist vegna slíkrar starfsemi, sem verður að viðhafa allar viðeigandi mengunarvarnir. Það er síðan heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæði sem annast reglubundið mengunarvarnaeftirlit með starfseminni. 

„Vöktun á loftgæðum hér á landi hefur eflst á undanförnum árum. Bæði hefur mælistöðum og þeim efnum sem mæld eru fjölgað. Svifryk er meðal þeirra þátta sem vaktaðir eru en í þann flokk falla plastagnir, segir í svarinu. Magn plastagna sé hins vegar ekki vaktað sérstaklega.

„Gerðar voru rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík árin 2003, 2013 og 2015. Helstu uppsprettur ryksins eru malbik, sót, jarðvegur, salt og bremsuborðar. Eftir eldgos í Eyjafjallajökli var aska áberandi þáttur í rykinu. Vægi sóts hefur vaxið, sem að líkindum má rekja til aukinnar umferðar og hærra hlutfalls dísilbifreiða. Þetta er áhyggjuefni því að sótagnir eru fíngerðar og heilsuspillandi. Undanfarin ár hefur ársmeðaltal svifryks á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar, þar sem álagið er hvað mest, verið undir heilsuverndarmörkum.“ 

Losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metin

Þá hefur losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metið á Íslandi, en norrænar rannsóknir sýna að plastagnir í umhverfinu koma að stærstum hluta frá sliti af dekkjum og vegum vegna umferðar. Þær „agnir geta borist í yfirborðsvatn og niðurföll, en einnig þyrlast upp sem svifryk eða endað í jarðvegi í nágrenni akbrautanna.“ 

Samantekt af sameiginlegri rannsóknamiðstöð framkvæmdastjórnar ESB frá 2014 bendir samkvæmt svörunum til þess að  10–30% af gúmmíhluta barðans slitni og berist út í umhverfið og að af því losni 0,1–10% sem svifryk.

Í þeirri samantekt kemur fram að í ryki frá dekkjum og bremsubúnaði séu efni sem geti verið hættuleg. „Ekki hafi þó verið gerðar heildstæðar rannsóknir sem tengja neikvæð heilsufarsáhrif við ryk frá þessum uppsprettum.“    

Unnið að samantekt um plast  og plastmengun 

Oddný spurði einnig  hver stefnumörkun ráðherra væri til að koma í veg fyrir mengun neysluvatns, svo og matvæla og andrúmslofts, af plastögnum? 

Sagði í svarinu að  athygli hafi á undanförnum árum beinst í ríkari mæli að plasti og skaðsemi þess. „Milljónir tonna af plasti berast árlega til sjávar og hafa þar margvísleg áhrif. Með aukinni þekkingu hefur örplast, þ.e. smágerðar plastagnir, og hugsanleg skaðsemi þess fengið aukna athygli umhverfisyfirvalda og almennings. Unnið er að rannsóknum á þessu sviði en þekkingin er takmörkuð enn sem komið er.“

Hér á landi, líkt og annars staðar sé lögð aukin áhersla á að draga úr mengun vegna plasts og málið m.a. nefnt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þá vinni umhverfis- og auðlindaráðuneytið um þessar mundir, í samvinnu við undirstofnanir, að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.

„Á grunni þeirrar vinnu hyggst ráðherra móta sérstaka stefnu er snýr að rannsóknum og vöktun, fræðslu um plastmengun og áhrif hennar á lífríki og umhverfi, tillögum að stjórnvaldsaðgerðum, og að hreinsun plasts úr umhverfi okkar,“ segir í svarinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enginn hefur talað við Áslaugu

09:14 „Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp.“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Bárðarsonar en eiginkona hans var rekin frá Orku náttúrunnar fyrir rúmum tveimur vikum. Meira »

Gullglyrnur gerðu innrás

08:18 Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sumars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í ágústmánuði. Smám saman tóku þær að berast vestur eftir landinu allt til höfuðborgarinnar.“ Meira »

Vetrarfærð víða á fjallvegum

08:17 Vetrarfærð er víða á fjallvegum á Suður- og Vesturlandi. Á Hellisheiði er krapi og snjóþekja á Mosfellsheiði og hálkublettir í Þrengslum og Lyngdalsheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku. Meira »

Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

08:00 Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Meira »

Ríkið hætti að reka fríhöfn

07:57 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Leigan 190 þúsund á mánuði

07:39 Miðsvæðis í Reykjavík leigist tveggja herbergja íbúð á um 190.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafnhátt leiguverð í höfuðborg og hér á landi. Aftur á móti er húsnæðisverð í Reykjavík lægra en í flestum höfuðborgum Norðurlandanna. Meira »

Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

07:37 „Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan.“ Meira »

Sóttu veikan farþega

06:52 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðarskip fyrir austan land í gærkvöldi og var hún flutt á Egilsstaði. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

06:42 Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Snjókomu spáð á Hellisheiði

06:24 Spáð er slyddu eða snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi með morgninum og versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við snjókomu um tíma á Hellisheiði. Lögreglan á Akureyri leitaði eftir aðstoð verktaka við að festa þakplötur í nótt eftir að þar hvessti skyndilega eftir miðnætti. Meira »

Ökumaður í vímu með hótanir

06:06 Lögreglan handtók ökumann í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar. Meira »

Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

05:30 Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira »

Hvorki fagleg né formleg

05:30 Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. Meira »

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

05:30 Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira »

Ógildingu íbúakosningar hafnað

05:30 Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

05:30 Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Meira »

Vilja upplýsingar um hvalveiðar

05:30 Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð.   Meira »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðan til á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

Í gær, 21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »
Svefnsófi frá Línunni
Góður og vel með farinn amerískur svefnsófi frá Línunni til sölu. Rúmið sjálft e...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...