Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.
Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun. fergregory,Thinkstock

Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Spurði Oddný m.a. hvernig eftirliti með plastögnum í neysluvatni og drykkjar- og matvælaumbúðum væri háttað, sem og með hvaða hætti er fylgst með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið.

Fram kom í svörum ráðherra að ekki hafi til þessa þótt vera tilefni til eftirlits með plastögnum í íslensku neysluvatni. Í ljósi niðurstaðna vefmiðilsins Orb Media hafi Veitur hins vegar ráðist í rannsókn á því hvort plastagnir fyndust í neysluvatni á Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður þeirra rannsóknar bendi til þess að 0,1–0,2 agnir finnist í hverjum hálfum lítra vatns. Það sé töluvert lægra en mældist í rannsókn Orb Media, en 4,8 agnir mældust að jafnaði í hálfum lítra neysluvatns í Bandaríkjunum og 1,9 agnir í Evrópu. 

Falla í flokk svifryks

Það eru Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun sem hafa eftirlit með notkun matvælaumbúða og fylgja þar reglugerðum Evrópusambandsins. Umbúðir eru einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru þegar eftirlitsmenn Matvælastofnunar fara í framleiðslufyrirtæki, s.s. matvælavinnslur, en það er Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem beri ábyrgð á áhættugreiningu efna sem nota skuli í hluti sem komst í snertingu við matvæli. 

„Ekki er sérstakt eftirlit með plastögnum úr umbúðum,“ segir í svarinu. „En samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru plastagnir ekki vandamál varðandi umbúðir meðan þær gegna hlutverki sínu. Þegar þær fara síðan að brotna niður myndast plastagnir.“ 

Spurningunni um það með hvaða hætti fylgst sé með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið og hvernig eftirliti með plastögnum í andrúmslofti sé háttað sagði í svörum ráðherra að plastagnir falli í flokk svifryks og að svifrykið sé vaktað.

Ýmsar vörur eru framleiddar úr plastefnum á Íslandi og starfsleyfis frá heilbrigðisnefnd viðkomandi sveitarfélags er krafist vegna slíkrar starfsemi, sem verður að viðhafa allar viðeigandi mengunarvarnir. Það er síðan heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæði sem annast reglubundið mengunarvarnaeftirlit með starfseminni. 

„Vöktun á loftgæðum hér á landi hefur eflst á undanförnum árum. Bæði hefur mælistöðum og þeim efnum sem mæld eru fjölgað. Svifryk er meðal þeirra þátta sem vaktaðir eru en í þann flokk falla plastagnir, segir í svarinu. Magn plastagna sé hins vegar ekki vaktað sérstaklega.

„Gerðar voru rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík árin 2003, 2013 og 2015. Helstu uppsprettur ryksins eru malbik, sót, jarðvegur, salt og bremsuborðar. Eftir eldgos í Eyjafjallajökli var aska áberandi þáttur í rykinu. Vægi sóts hefur vaxið, sem að líkindum má rekja til aukinnar umferðar og hærra hlutfalls dísilbifreiða. Þetta er áhyggjuefni því að sótagnir eru fíngerðar og heilsuspillandi. Undanfarin ár hefur ársmeðaltal svifryks á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar, þar sem álagið er hvað mest, verið undir heilsuverndarmörkum.“ 

Losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metin

Þá hefur losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metið á Íslandi, en norrænar rannsóknir sýna að plastagnir í umhverfinu koma að stærstum hluta frá sliti af dekkjum og vegum vegna umferðar. Þær „agnir geta borist í yfirborðsvatn og niðurföll, en einnig þyrlast upp sem svifryk eða endað í jarðvegi í nágrenni akbrautanna.“ 

Samantekt af sameiginlegri rannsóknamiðstöð framkvæmdastjórnar ESB frá 2014 bendir samkvæmt svörunum til þess að  10–30% af gúmmíhluta barðans slitni og berist út í umhverfið og að af því losni 0,1–10% sem svifryk.

Í þeirri samantekt kemur fram að í ryki frá dekkjum og bremsubúnaði séu efni sem geti verið hættuleg. „Ekki hafi þó verið gerðar heildstæðar rannsóknir sem tengja neikvæð heilsufarsáhrif við ryk frá þessum uppsprettum.“    

Unnið að samantekt um plast  og plastmengun 

Oddný spurði einnig  hver stefnumörkun ráðherra væri til að koma í veg fyrir mengun neysluvatns, svo og matvæla og andrúmslofts, af plastögnum? 

Sagði í svarinu að  athygli hafi á undanförnum árum beinst í ríkari mæli að plasti og skaðsemi þess. „Milljónir tonna af plasti berast árlega til sjávar og hafa þar margvísleg áhrif. Með aukinni þekkingu hefur örplast, þ.e. smágerðar plastagnir, og hugsanleg skaðsemi þess fengið aukna athygli umhverfisyfirvalda og almennings. Unnið er að rannsóknum á þessu sviði en þekkingin er takmörkuð enn sem komið er.“

Hér á landi, líkt og annars staðar sé lögð aukin áhersla á að draga úr mengun vegna plasts og málið m.a. nefnt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þá vinni umhverfis- og auðlindaráðuneytið um þessar mundir, í samvinnu við undirstofnanir, að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.

„Á grunni þeirrar vinnu hyggst ráðherra móta sérstaka stefnu er snýr að rannsóknum og vöktun, fræðslu um plastmengun og áhrif hennar á lífríki og umhverfi, tillögum að stjórnvaldsaðgerðum, og að hreinsun plasts úr umhverfi okkar,“ segir í svarinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...