Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.
Umhverfisráðuneytið vinnur að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun. fergregory,Thinkstock

Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Spurði Oddný m.a. hvernig eftirliti með plastögnum í neysluvatni og drykkjar- og matvælaumbúðum væri háttað, sem og með hvaða hætti er fylgst með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið.

Fram kom í svörum ráðherra að ekki hafi til þessa þótt vera tilefni til eftirlits með plastögnum í íslensku neysluvatni. Í ljósi niðurstaðna vefmiðilsins Orb Media hafi Veitur hins vegar ráðist í rannsókn á því hvort plastagnir fyndust í neysluvatni á Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður þeirra rannsóknar bendi til þess að 0,1–0,2 agnir finnist í hverjum hálfum lítra vatns. Það sé töluvert lægra en mældist í rannsókn Orb Media, en 4,8 agnir mældust að jafnaði í hálfum lítra neysluvatns í Bandaríkjunum og 1,9 agnir í Evrópu. 

Falla í flokk svifryks

Það eru Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun sem hafa eftirlit með notkun matvælaumbúða og fylgja þar reglugerðum Evrópusambandsins. Umbúðir eru einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru þegar eftirlitsmenn Matvælastofnunar fara í framleiðslufyrirtæki, s.s. matvælavinnslur, en það er Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem beri ábyrgð á áhættugreiningu efna sem nota skuli í hluti sem komst í snertingu við matvæli. 

„Ekki er sérstakt eftirlit með plastögnum úr umbúðum,“ segir í svarinu. „En samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru plastagnir ekki vandamál varðandi umbúðir meðan þær gegna hlutverki sínu. Þegar þær fara síðan að brotna niður myndast plastagnir.“ 

Spurningunni um það með hvaða hætti fylgst sé með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið og hvernig eftirliti með plastögnum í andrúmslofti sé háttað sagði í svörum ráðherra að plastagnir falli í flokk svifryks og að svifrykið sé vaktað.

Ýmsar vörur eru framleiddar úr plastefnum á Íslandi og starfsleyfis frá heilbrigðisnefnd viðkomandi sveitarfélags er krafist vegna slíkrar starfsemi, sem verður að viðhafa allar viðeigandi mengunarvarnir. Það er síðan heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæði sem annast reglubundið mengunarvarnaeftirlit með starfseminni. 

„Vöktun á loftgæðum hér á landi hefur eflst á undanförnum árum. Bæði hefur mælistöðum og þeim efnum sem mæld eru fjölgað. Svifryk er meðal þeirra þátta sem vaktaðir eru en í þann flokk falla plastagnir, segir í svarinu. Magn plastagna sé hins vegar ekki vaktað sérstaklega.

„Gerðar voru rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík árin 2003, 2013 og 2015. Helstu uppsprettur ryksins eru malbik, sót, jarðvegur, salt og bremsuborðar. Eftir eldgos í Eyjafjallajökli var aska áberandi þáttur í rykinu. Vægi sóts hefur vaxið, sem að líkindum má rekja til aukinnar umferðar og hærra hlutfalls dísilbifreiða. Þetta er áhyggjuefni því að sótagnir eru fíngerðar og heilsuspillandi. Undanfarin ár hefur ársmeðaltal svifryks á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar, þar sem álagið er hvað mest, verið undir heilsuverndarmörkum.“ 

Losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metin

Þá hefur losun vegna slits á hjólbörðum ekki verið metið á Íslandi, en norrænar rannsóknir sýna að plastagnir í umhverfinu koma að stærstum hluta frá sliti af dekkjum og vegum vegna umferðar. Þær „agnir geta borist í yfirborðsvatn og niðurföll, en einnig þyrlast upp sem svifryk eða endað í jarðvegi í nágrenni akbrautanna.“ 

Samantekt af sameiginlegri rannsóknamiðstöð framkvæmdastjórnar ESB frá 2014 bendir samkvæmt svörunum til þess að  10–30% af gúmmíhluta barðans slitni og berist út í umhverfið og að af því losni 0,1–10% sem svifryk.

Í þeirri samantekt kemur fram að í ryki frá dekkjum og bremsubúnaði séu efni sem geti verið hættuleg. „Ekki hafi þó verið gerðar heildstæðar rannsóknir sem tengja neikvæð heilsufarsáhrif við ryk frá þessum uppsprettum.“    

Unnið að samantekt um plast  og plastmengun 

Oddný spurði einnig  hver stefnumörkun ráðherra væri til að koma í veg fyrir mengun neysluvatns, svo og matvæla og andrúmslofts, af plastögnum? 

Sagði í svarinu að  athygli hafi á undanförnum árum beinst í ríkari mæli að plasti og skaðsemi þess. „Milljónir tonna af plasti berast árlega til sjávar og hafa þar margvísleg áhrif. Með aukinni þekkingu hefur örplast, þ.e. smágerðar plastagnir, og hugsanleg skaðsemi þess fengið aukna athygli umhverfisyfirvalda og almennings. Unnið er að rannsóknum á þessu sviði en þekkingin er takmörkuð enn sem komið er.“

Hér á landi, líkt og annars staðar sé lögð aukin áhersla á að draga úr mengun vegna plasts og málið m.a. nefnt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þá vinni umhverfis- og auðlindaráðuneytið um þessar mundir, í samvinnu við undirstofnanir, að samantekt þekkingar er varðar plast og plastmengun.

„Á grunni þeirrar vinnu hyggst ráðherra móta sérstaka stefnu er snýr að rannsóknum og vöktun, fræðslu um plastmengun og áhrif hennar á lífríki og umhverfi, tillögum að stjórnvaldsaðgerðum, og að hreinsun plasts úr umhverfi okkar,“ segir í svarinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig einu takmarki af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard er ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, er búsettur með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankana og stöðu útlánatryggingu þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »

Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

Í gær, 18:02 Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Meira »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

Í gær, 17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

Í gær, 16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

Í gær, 16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »

Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

Í gær, 16:15 Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Meira »

Rörbúturinn reyndist sprengja

Í gær, 16:08 „Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum. Meira »

Sprengjan var virk - Búið að sprengja

Í gær, 14:53 Sprengjan sem fannst í Mosfellsbæ um hádegisbil var virk. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Lausar íbúðir í Reyjavik-www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. fyrir fölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda gesti. ALLT...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
NP
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Max
...