Spænskt veitingahús á Mýrargötunni

Boðið verður upp á spænskan mat á LOF.
Boðið verður upp á spænskan mat á LOF. mbl.is/RAX

Nýtt veitingahús, LOF, hefur verið opnað á Mýrargötu 31 í Reykjavík. Staðurinn sérhæfir sig í spænskri matargerð. Þar er rými fyrir 55 gesti innandyra og á garðpalli sem snýr til suðurs á baklóð. Staðurinn er opinn í hádeginu og á kvöldin alla daga.

Eigendur staðarins eru Enzo Rinaldi, José Garcia, Jakob Helgi Bjarnason og Birgir Örn Arnarson.

Rinaldi og Garcia sjá um matseld, ásamt tveimur öðrum kokkum frá Spáni. Danski arkitektinn Tine K. kom að innanhússhönnun. Húsgögn og húsbúnaður koma frá versluninni Magnoliu á Skólavörðustíg 38. Birgir Örn er einn eigenda verslunarinnar.

Skipta má matseðlinum í fjóra flokka. Í fyrsta lagi er boðið upp á blöndu 12 rétta af matseðli ásamt víni. Sex eru kaldir og sex heitir. Í öðru lagi paellu fyrir tvo eða fleiri. Sá réttur kostar 2.500 krónur á mann ef fjórir panta. Í þriðja lagi tapasrétti og í fjórða lagi aðalrétti. Verð tapasrétta er frá 900 krónum og verð aðalrétta frá 4.000 krónum.

Staðurinn er bjartur og fagur að innan.
Staðurinn er bjartur og fagur að innan. mbl.is/RAX

Alinn upp á veitingahúsi

Við anddyrið er setustofa þar sem boðið er upp á smærri rétti og vín.

Eldhúsið er opið og má fylgjast með kokkunum að störfum.

Veitingamaðurinn José Garcia hefur langa reynslu af íslenskum veitingageira. Hann hefur meðal annars starfað á Vegamótum og sem yfirkokkur á Hótel Höfn, auk fyrri starfa sem kokkur á Spáni.

„Ég er alinn upp á veitingahúsi. Fjölskylda mín átti veitingahús á Spáni,“ segir Garcia sem flutti til Íslands fyrir rúmum 20 árum.

Hann segir það stefnu staðarins að bjóða rétti frá öllum sautján héruðum Spánar. „Spánverjar eru ekki með alþjóðlegan rétt. Hvert hérað er með sína eigin rétti,“ segir hann.

Á vínseðlinum eru meðal annars Rioja-vín frá Spáni og vín frá Argentínu. Meðal tapasrétta er Croquetas de bacalao, sem er gert úr djúpsteiktum söltuðum þorski. Saltfiskur er einnig meðal aðalrétta. Sá réttur heitir Bacalao a la Vizcaína.

Í bakgarðinum er gott útisvæði. Fastlega má reikna með að ...
Í bakgarðinum er gott útisvæði. Fastlega má reikna með að þar verði ákaflega veðursælt í sumar. mbl.is/RAX

Með túnfisk frá Spáni

Meðeigandi Garcia, Enzo Rinaldi, segir matseðilinn sígildan.

„Hugmyndafræðin er að bjóða sígilt spænskt eldhús. Staðurinn heitir fullu nafni LOF Cocina y Vino, eða LOF matur og vín. Við tökum bestu réttina frá Spáni, eldum þá úr góðu hráefni og berum fram á sígildan hátt. Við bjóðum m.a. upp á túnfisk sem er einkennandi fyrir matreiðslu á Norður-Spáni,“ segir Rinaldi.

Staðsetningin mjög góð

Birgir Örn og félag honum tengt byggðu húsnæði staðarins. Félagið er nú að selja íbúðir á efri hæðum. Meirihluti þeirra er þegar seldur.

Birgir Örn segir staðsetninguna afar góða. LOF sé steinsnar frá höfninni og framhjá staðnum gangi til dæmis mikill fjöldi farþega sem komi með skemmtiferðaskipum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...