Koma félaginu inn í nútímann

Sólveig Anna Jónsdóttiri
Sólveig Anna Jónsdóttiri mbl.is/Hari

Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand hóteli í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20. Nýr formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, mun taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á fundinum.

Sólveig Anna var í gær spurð hvort hún ætti von á því að miklar breytingar yrðu hjá Eflingu við formannsskiptin, t.d. á skrifstofuhaldi félagsins: „Það verða ekki miklar breytingar á skrifstofuhaldinu. Ég tek að vísu með mér gamlan félaga og samherja, Viðar Þorsteinsson, sem verður mín hægri hönd,“ sagði Sólveig Anna í samtali við Morgunblaðið.

Sólveig Anna segist sjá það fyrir sér að starfið innan Eflingar, á skrifstofunni sem annars staðar, muni fara fram í sátt og samlyndi.

„Ég er búin að hitta starfsfólkið og fara nokkrum sinnum í heimsókn á skrifstofuna og hef átt fundi með hinum og þessum, auk þess sem ég er búin að hitta allt starfsfólkið á skrifstofunni á fundi, sem gekk mjög vel,“ segir Sólveig Anna í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert