Verð minkaskinna lækkar enn frekar

Kaupandi kannar gæði minkaskinna í danska uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Íslensku …
Kaupandi kannar gæði minkaskinna í danska uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Íslensku skinnin koma vel út. mbl.is/Helgi Bjarnason

Um 5% verðlækkun varð á minkaskinnum á maíuppboði uppboðshússins Kopenhagen Fur þar sem íslenskir loðdýrabændur selja afurðir búa sinna.

„Vonir voru bundnar við að þetta myndi snúast við á þessu ári, en svo virðist sem umframbirgðir síðustu ára séu meiri en menn töldu í upphafi,“ segir Einar E. Einarsson, minkabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, í umfjöllun um skinnamarkaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert