Ákærður fyrir að njósna um stjúpdóttur

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti með því að hafa í tvígang sært blygðunarkennd stjúpdóttur sinnar. Í ákæru málsins er hann sakaður um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa kíkt í gegnum skráargat á baðherbergishurð á sameiginlegu heimili þeirra. Var stúlkan í annað skiptið að baða sig.

Meint brot mannsins voru framin á árunum 2015 og 2016, en þá var stúlkan 16 ára gömul.

Stúlkan fer fram á 700 þúsund krónur í miskabætur í einkaréttakröfu í málinu og til þess að maðurinn greiði málskostnað og þóknun réttargæslumanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert