Boccia-þjálfarinn neitar sök

Maðurinn við komuna í Héraðsdóm Norðurlands eystra í morgun.
Maðurinn við komuna í Héraðsdóm Norðurlands eystra í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Maður sem ákærður hefur verið kynferðisbrot í starfi sínu sem boccia-þjálfari á Akureyri, neitaði sök er mál hans var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.

Maður­inn var kærður til lög­regl­unn­ar fyr­ir að hafa brotið gegn þroska­skertri konu sem hann þjálfaði, en það var kon­an og móðir henn­ar sem kærðu mann­inn. 

Maður­inn steig til hliðar sem þjálf­ari eft­ir að kær­an kom fram, en hann hef­ur áður einnig verið sakaður um óviðeig­andi hegðun gegn iðkend­um sem hann þjálfaði.

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert