Hálfum mánuði á eftir með vorverk

Plæging. Vorverkin standa sem hæst hjá bændum landsins.
Plæging. Vorverkin standa sem hæst hjá bændum landsins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Bændur á Suðurlandi eru að bera áburð á tún þessa dagana. Margir eru hálfum mánuði seinna á ferðinni en vanalega. Eftir rigningar undanfarna daga eru mýratún blaut og erfitt að komast um á dráttarvélum.

Vorið hefur verið frekar kalt sunnanlands og vestan og gras því lítið sprottið í uppsveitum. Gæðunum er þó misskipt, eins og venjulega, því gróður er lengra kominn syðst á landinu.

„Við erum að bera á, byrjuðum í gær og höldum áfram í dag. Það er aðeins seinna en venjulega vegna klaka í jörðinni og kulda. Það er þó aðeins farið að grænka,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi í Sólheimum í Hrunamannahreppi í umfjöllun um vorverk í sveitum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert