Enn ein lægð á leiðinni

Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestantil á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn.

Dæmigerð suðvestanátt með skúrum á morgun, en þó má búast við sólarglennum á milli skúraskýjanna.Norðaustantil léttir smám saman til og hlýnar aftur. Næsta lægð er þó ekki langt undan með vaxandi suðaustanátt og rigningu um landið vestanvert annað kvöld. Áframhaldandi suðlægar áttir um helgina, hvasst á köflum og vætusamt sunnan- og vestanlands, en hlýtt og að mestu þurrt um landið norðaustanvert, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Fremur hæg breytileg átt og rigning en úrkomulítið suðvestan og vestanalands fram eftir degi. Snýst í vestan- og suðvestan 5-10 þegar líður á daginn með skúrum, fyrst vestantil, en heldur hvassara suðaustan- og austanlands í kvöld. Suðvestan 8-15 seint í nótt og á morgun og skúrir um landið sunnan- og vestanvert, en yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan- og vestanlands annað kvöld. Hiti yfirleitt 5 til 13 stig.

Á laugardag:
Sunnan 10-18 m/s og talsverð eða mikil rigning á sunnan og vestanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig, en hægari suðaustlæg átt norðaustanlands, úrkomulítið og hiti 12 til 19 stig. Dregur hægt úr vindi um kvöldið. 

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti 8 til 17 stig hlýjast norðaustanlands. 

Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og fremur hlýtt, en fer að rigna vestantil seint um kvöldið. 

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum um landið vestanvert um morguninn en styttir upp síðdegis. Yfirleitt þurrt og bjart austantil en líkur á síðdegisskúrum. Áfram fremur hlýtt í veðri. 

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga suðlæga átt, og bjartviðri víða um land en líkur á síðdegisskúrum austantil. Milt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert