Víkingar í Hafnarfirði

Víkingahátíðin í Hafnarfirði hófst í 23. sinn í gær á Víðistaðatúni. Dagskráin er fjölbreytt og lífleg að vanda og að þessu sinni er frítt inn. Opið er frá 13-19 yfir helgina út sunnudaginn.

Hátíð var haldin í fyrsta skiptið árið 1995 við Fjörukrána og hefur síðan þá orðið órjúfanlegur hluti af hafnfirsku menningarlífi. Hafsteinn Kúld Pétursson fer fyrir skipulagningu hátíðarinnar, en hann er Jarl víkingafélagsins Rimmugýgs. 

Víkingarnir munu sjá til þess að engum gesti hátíðarinnar leiðist en þeir eru ýmist sögumenn, götulistamenn, hljómlistamenn, bardagamenn, eða handverksmenn. Til sölu verða ýmis handverk úr smiðju víkinganna sem eru meðal annars höggvin í steina og tré, barin í glóandi járn, skorin úr leðri eða ofin úr íslenskri ull. 

Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast hérna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert