30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Forritunarkennsla hefur aukist í skólum landsins undanfarin ár.
Forritunarkennsla hefur aukist í skólum landsins undanfarin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar á dögunum, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins.

Skólarnir, sem úthlutun fengu, skuldbinda sig með styrknum til þess að hafa forritun sem hluta af námsskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár.

„Það er ánægjulegt að geta sutt við forritunarkennslu í skólum landsins á þennan hátt. Auk þess að stuðla að aukinni fræðslu þá er einnig markmið sjóðsins að auka áhuga barna og unglinga á forritun og tækni. Það er ljóst að það er mikilvægt í skólastarfi að efla forritunarkunnáttu skólabarna enda byggja þær tækniframfarir sem eru að eiga sér stað núna á stafrænum grunni sem tengir ýmsa tækni saman og mun hafa áhrif á fyritæki og samfélög til lengri tíma,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður Forritara framtíðarinnar.

Hér má sjá heimasíðu sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert